fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Pressan

Segir að við höfum fimm ár til að bjarga Amazonregnskóginum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. desember 2021 17:00

Frá Amazon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hætta á að Amazonregnskógurinn verði að eyðimörk og eftir aðeins fimm ár getur verið um seinan að bjarga honum.

Þetta segir brasilíski loftslagsvísindamaðurinn Luciana Vanni Gatti. „Það ríkir neyðarástand. Skógurinn er við það að hrynja,“ sagði hún í samtali við Aftonbladet.

Amazonregnskógurinn gegnir hlutverki risastórrar kolefnissíu og dregur meira en koldíoxíð í sig en nokkurt annað landsvæði á jörðinni. Með þessu myndar skógurinn ákveðna vörn varðandi loftslagsbreytingarnar.

En með hverju tré sem er fellt færist vistkerfi hans nær vendipunktinum þar sem ekki verður aftur snúið.

Carlos Nobre, loftslagsvísindamaður við háskólann í Sao Paulo, hefur lengi varað við afleiðingum skógarhöggs í Amazon. Hann segir að ef fram heldur sem horfir komi að því að ekki verði aftur snúið og þá breytist skógurinn í eyðimörk.

Það myndi hafa í för með sér að ómetanlegt vistkerfi tapast og að mikið magn koldíoxíðs endi í andrúmsloftinu og hraði þar með loftslagsbreytingunum enn frekar.

„Þetta er martröð. Það ríkir neyðarástand. Skógurinn er við það að hrynja,“ sagði Gatti.

Hún sagði að breytingarnar á skóginum sjáist meðal annars vel úr lofti. „Skógarhöggið hefur gjörbreytt honum. Grænn regnskógurinn er horfinn og í staðinn eru komnir gulir sojaakrar,“ sagði hún.

Hún sagði að öll þau lönd sem kaupa soja frá Amazon beri ábyrgð á þessu. „Það eru miklir peningar tengdir þessari eyðileggingu. Hver kaupir eiginlega þau tré sem eru felld í Amazon? Hver kaupir nautakjötið? Hver kaupir soja? Það er kominn tími til að tala um það,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt barnaverndarmál skekur Svíþjóð – Foreldrar sagðir hafa falið 11 börn sín fyrir yfirvöldum

Óhugnanlegt barnaverndarmál skekur Svíþjóð – Foreldrar sagðir hafa falið 11 börn sín fyrir yfirvöldum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi