fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Segir að við höfum fimm ár til að bjarga Amazonregnskóginum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. desember 2021 17:00

Frá Amazon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hætta á að Amazonregnskógurinn verði að eyðimörk og eftir aðeins fimm ár getur verið um seinan að bjarga honum.

Þetta segir brasilíski loftslagsvísindamaðurinn Luciana Vanni Gatti. „Það ríkir neyðarástand. Skógurinn er við það að hrynja,“ sagði hún í samtali við Aftonbladet.

Amazonregnskógurinn gegnir hlutverki risastórrar kolefnissíu og dregur meira en koldíoxíð í sig en nokkurt annað landsvæði á jörðinni. Með þessu myndar skógurinn ákveðna vörn varðandi loftslagsbreytingarnar.

En með hverju tré sem er fellt færist vistkerfi hans nær vendipunktinum þar sem ekki verður aftur snúið.

Carlos Nobre, loftslagsvísindamaður við háskólann í Sao Paulo, hefur lengi varað við afleiðingum skógarhöggs í Amazon. Hann segir að ef fram heldur sem horfir komi að því að ekki verði aftur snúið og þá breytist skógurinn í eyðimörk.

Það myndi hafa í för með sér að ómetanlegt vistkerfi tapast og að mikið magn koldíoxíðs endi í andrúmsloftinu og hraði þar með loftslagsbreytingunum enn frekar.

„Þetta er martröð. Það ríkir neyðarástand. Skógurinn er við það að hrynja,“ sagði Gatti.

Hún sagði að breytingarnar á skóginum sjáist meðal annars vel úr lofti. „Skógarhöggið hefur gjörbreytt honum. Grænn regnskógurinn er horfinn og í staðinn eru komnir gulir sojaakrar,“ sagði hún.

Hún sagði að öll þau lönd sem kaupa soja frá Amazon beri ábyrgð á þessu. „Það eru miklir peningar tengdir þessari eyðileggingu. Hver kaupir eiginlega þau tré sem eru felld í Amazon? Hver kaupir nautakjötið? Hver kaupir soja? Það er kominn tími til að tala um það,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga