Inni í því er lítil risaeðlufóstur. Öll beinin og minnstu smáatriði sjást vel, allt frá löngum halanum til munnsins sem líkist nefi.
Þetta er því ótrúlega merkur fundur því það er algjörlega óheyrt að finna svo vel varðveitt fóstur í steingerðu eggi. Aðeins nokkrir fóstur steingervingar risaeðla eru til í heiminum og þessi er sá best varðveitti og í besta ástandinu. Hann veitir því einstakt tækifæri til að öðlast meiri þekkingu á risaeðlum og fuglum nútímans.
Fóstrið hefur fengið nafnið „Baby Yingliang“. Það að það hafi verið í sömu stellingu í egginu og fuglsungar eru í styrkir enn frekar skyldleika fugla við risaeðlur.