fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Mikill ávinningur af sáðláti karla rúmlega 20 sinnum í mánuði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. desember 2021 05:51

Sæðisfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum evrópskrar rannsóknar þá geta tíð sáðlát karla dregið úr líkunum á að þeir fái blöðruhálskrabbamein. Best er ef þeir hafa sáðlát rúmlega 20 sinnum í mánuði.

Rannsóknin var birt í European Urology. Hún stóð yfir frá 1992 til 2010 og tóku 31.925 karlar þátt í henni. Þeir skiluðu inn upplýsingum um hversu oft þeir fengu sáðlát í hverjum mánuði. Þeir svöruðu einnig spurningum um hversu oft þeir höfðu sáðlát í mánuði þegar þeir voru 20 til 29 ára, 40 til 49 ára og árið áður en rannsóknin hófst.

Samtals fengu upplýsingar um 480.831 æviár. Á meðan á rannsókninni stóð greindust 3.839 af körlunum með blöðruhálskrabbamein.

Vísindamennirnir báru upplýsingarnar um sáðlát karlanna saman við aðra þætti, til dæmis áfengisneyslu og matarvenjur.

„Við komumst að því að karlar, sem höfðu oft sáðlát, voru síður líklegir til að greinast með blöðruhálskrabbamein. Þessi stóra rannsókn gefur bestu sönnunina fram að þessu fyrir jákvæðum áhrifum sáðláts sem fyrirbyggjandi gegn blöðruhálskrabbameini,“ segja vísindamennirnir.

Ekki er vitað af hverju tíð sáðlát eiga þátt í að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini en vísindamennirnir telja að hugsanlega „hreinsist“ eiturefni úr líkamanum við sáðlát.

Samkvæmt því sem fram kemur í rannsókninni þá eiga karlar að stefna að minnst 21 sáðláti í mánuði til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini. Sá fjöldi sáðláta dregur úr líkunum á að fá blöðruhálskrabbamein um 33%.

Önnur og þekkt ástæða fyrir blöðruhálskrabbameini eru matar- og drykkjarvenjur. Doktor James Blach sagði í tengslum við niðurstöður rannsóknarinnar að ef menn vilja halda sig frá skurðarborðinu og sleppa við blöðruhálskrabbamein þá eigi þeir að forðast fituríkan mat sem á sinn þátt í að valda þessu krabbameini.

Auk sáðláta er talið að lífrænt kaffi, tómatar og jurtafita vinni gegn myndum blöðruhálskrabbameins.

Algengustu einkenni blöðruhálskrabbameins eru blóð í sæði eða þvagi, þverrandi sæðismagn eða mjög lítið sæði, blöðrubólga, risvandamál, tíð þvaglát að næturlagi og stjórnlaus þörf fyrir að kasta af sér vatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær