Einfalda svarið er: Það er ekki hægt! Ástæðan er að hefðbundin einkenni kvefs og flensu eru höfuðverkur, hálsbólga og nefrennsli. Þetta eru einmitt ein helstu einkenni COVID-19.
Tim Spector, prófessor, sagði í samtali við BBC að „meirihluti einkenna“ smits af völdum Ómíkron séu eins og fylgja venjulegri kvefpest, þar á meðal höfuðverkur, hálsbólga, nefrennsli, þreyta og hnerri.