Gengið er út frá því að sveitarfélögin geti brugðist við með tveggja sólarhringa fyrirvara og tekið við allt að 300 sjúklingum sem verða fluttir af sjúkrahúsum landsins til að skapa rými fyrir COVID-19-sjúklinga.
Í fréttatilkynningu frá samtökum sveitarfélaga segir að þar sé nú unnið að gerð viðbragðsáætlunar sem verði hægt að virkja ef sjúkrahúsin ráða ekki við álagið. Sem betur fer sé sú staða ekki komin upp. Það liggi hins vegar fyrir að sveitarfélögin verði að geta brugðist við ef innlögnum fjölgar mikið um jólin og álagið á gjörgæsludeildir eykst um leið.
Ef til þess kemur að sveitarfélögin verða að taka við sjúklingum þá verða þau um leið að skerða ýmsa þjónustu sem þau veita annars, má þar nefna heimahjálp, þrif heima hjá öldruðum og önnur álíka verkefni.