fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

„Stærsta auga heims“ verður skotið út í geim á aðfangadag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 18:00

James Webb geimsjónaukinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 12.20 á aðfangadag, að íslenskum tíma, er fyrirhugað að skjóta James Webb geimsjónaukanum á loft. Þetta er stærsti geimsjónaukinn sem nokkru sinni hefur verið sendur á loft frá jörðinni. Með honum er ætlunin að skyggnast langt aftur í tímann, eins nálægt Miklahvelli og hægt er.

Sjónaukinn verður sendur á braut í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Með honum verður hægt að sjá hvað gerðist í alheiminum fyrir 13,6 milljörðum ára, aðeins nokkur hundruð milljónum ára eftir að alheimurinn varð til í Miklahvelli.

Vegna stærðar sjónaukans og staðsetningar verður hægt að sjá mjög daufa hluti í geimnum. Hægt verður að safna meira ljósi og skoða fjarlæga hluti af meiri nákvæmni en hingað til. Hægt verður að sjá fyrstu vetrarbrautirnar sem mynduðust í frumbernsku alheimsins.

Sjónaukinn er 6,5 metrar í þvermál. Hann sér innrauða ljósgeisla sem ekki er hægt að sjá berum augum. Þeir fóru af stað sem útfjólubláir geislar þegar fyrstu stjörnurnar og vetrarbrautirnar mynduðust og hafa því verið á ferðinni í 13,6 milljarða ára. Á þeim tíma hafa þeir breyst í innrauða geisla. Til að varpa ljósi á vegalengdirnar þá má nefna að geislar sólarinnar eru um átta mínútur að ná til jarðarinnar.

Með því að lesa úr þessum gömlu geislum geta vísindamenn rannsakað uppbyggingu og eiginleika fyrstu vetrarbrautanna, meðal annars úr hvaða grunnefnum þau samanstanda. Þeir geta einnig fundið nýjar upplýsingar um fæðingu, líf og dauða rúmlega hálfrar milljónar vetrarbrauta.

Það er Bandaríska geimferðastofnunin NASA sem greiðir stærstan hluta af kostnaðinum við sjónaukann en Evrópska geimferðastofnunin ESA leggur eitthvað af mörkum, sér meðal annars um að skjóta honum á loft.

Verkefnið er nú orðið 30 ára og hefur kostað 11 milljarða dollara. Upphaflega var kostnaðurinn áætlaður 1,6 milljarðar dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð