fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Seldu armbönd og hálskeðjur til varnar geislum frá 5G – Varnarbúnaðurinn reyndist geislavirkur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 08:00

Þetta verndar að sögn gegn geislum frá 5G en er sjálft geislavirkt. Mynd:ANSV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða um heim hafa samsæriskenningasmiðir haldið því fram að 5G farsímakerfið sé stórhættulegt og sendi frá sér geisla sem geti ógnað heilsu fólks. Enn aðrir telja að nota eigið kerfið í annarlegum tilgangi. Hollenska kjarnorku- og geislamælingastofnunin (ANSV) sendi nýlega frá sér tilkynningu um hættur sem stafa af „varnarbúnaði“ gegn 5G sem hefur verið seldur, þetta eru meðal annars armbönd og hálsmen.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessir hlutir eru geislavirkir. Framleiðendur þeirra halda því fram að þeir „veiti vernd“ gegn hættulegum geislum frá 5G-farsímakerfinu. Rannsóknir ANVS hafa leitt í ljós að þessi „verndarbúnaður“ er geislavirkur og getur verið skaðlegur heilsu fólks.

Geislavirkt armband til verndar gegn geislum frá 5G, er það nú snjallt? Mynd:ANSV

Stofnunin hefur því bannað sölu þessara hluta og fyrirskipað söluaðilum þeirra að gera viðskiptavinum sínum grein fyrir hættunni sem stafar af þessum hlutum.

5G er fimmta kynslóð farsímakerfa og mun hraðvirkara en fyrri kynslóðir. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur slegið því föstu að engin heilsufarsógn stafi af 5G.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum