fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Dustuðu rykið af lögum frá 1871 og sækja að öfgahægrimönnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 09:00

Skjáskot úr myndbandi úr búkmyndavél lögreglumanns við þinghúsið þann 6. janúar á .

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öfgahægrisamtökin Proud Boys og Oath Keepers verða að gjalda fyrir árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þetta segir Karl Racine, ríkissaksóknari í District of Columbia (þar sem höfuðborgin Washington er), og boðar þar með sögulega harðar aðgerðir gegn þessum tveimur samtökum sem styðja bæði ötullega við bakið á Donald Trump fyrrum forseta.

Samkvæmt stefnu saksóknarans á hendur samtökunum þá var það á skipulagðan og meðvitaðan hátt sem meðlimir þeirra ruddust inn í þinghúsið þennan örlagaríka dag þar sem öldungadeildin var saman komin til að greiða atkvæði um niðurstöðu forsetakosninganna. Eins og kunnugt er hefur Trump neitað að viðurkenna úrslitin og reyndi eitt og annað til að fá þeim hnekkt og fremja þar með valdarán.

„Við höfum í hyggju að draga þessa ofbeldisfullu glæpamenn og haturshópa þeirra til ábyrgðar og fá eins mikla peninga í bætur og hægt er,“ sagði Racine. Rúmlega 30 félögum samtakanna tveggja hefur verið stefnt í málinu en um einkamál er að ræða.

Samkvæmt stefnunni styðst Racine við hin svokölluðu Ku Klux Klan-lög frá 1871. Þau voru upprunalega ætluð til að vernda svarta Bandaríkjamenn fyrir ofbeldisverkum og hótunum eftir borgarastríðið. En nú er búið að dusta rykið af lögunum og þau verða notuð til að reyna að særa öfgahægrisamtökin illilega.

Proud Boys og Oathe Keepers hefur verið líkt við Ku Klux Klan því liðsmenn þeirra aðhyllast yfirburði hvíta kynstofnsins yfir aðra og vilja veg hvítra sem mestan. Samtökin segja sjálf að þau verjist andfasískum og sósíalískum hópum í Bandaríkjunum sem beiti valdi til að koma í veg fyrir að þeir geti nýtt sér stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi