fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ætlaði að gleðja unnustuna með tónleikaferð – Fékk áfall þegar hann sá miðana

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 06:03

Robb og unnustan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf oft að hafa hraðar hendur þegar opnað er fyrir miðasölu á tónleika vinsælla hljómsveita til að fá miða. Ef það tekst ekki að kaupa þá strax þarf oft að kaupa þá mun dýrari af fólki sem hefur keypt fjölda miða til að selja aftur og ekki er útilokað að maður lendi þá í klóm óprúttinna aðila sem selja falsaða miða. Duncan Robb frá Chesterfield á Englandi brást því hratt við þegar hann sá að hljómsveitin Red Hot Chili Peppers ætlaði að halda tónleika í Belfast á Norður-Írlandi fyrir um fjórum árum.

Hann keypti strax miða handa sér og unnustu sinni sem er einlægur aðdáandi hljómsveitarinnar heimsfrægu. Því næst keypti hann flugmiða og þar með var hann búinn að tryggja að hann gæti komið unnustunni á óvart og glatt hana mjög.

Viku áður en tónleikarnir áttu að fara fram fóru þau að skoða málið betur, svona til að vita hvað upphitunarhljómsveit stigi á stokk en það var ekki auðvelt að finna út úr því.

„Unnusta mín ætlaði að finna út úr hver myndi hita upp fyrir hljómsveitina en fann engar upplýsingar um að hljómsveitin væri að fara að spila í Belfast,“ sagði Duncan Robb í samtali við ABC.

Það var svo sem ekki undarlegt að hún gæti ekki fundið neinar upplýsingar um tónleika Red Hot Chili Peppers í Belfast því hljómsveitin var bara alls ekki á leið þangað til að halda tónleika.

Robb hafði í flýtinum við að kaupa miða á tónleikana mislesið nafn hljómsveitarinnar því það var Red Hot Chili Pipers sem var að fara að spila í Belfast. Þetta er sekkjapípuhljómsveit og að eigin sögn sú besta í heimi.

Svona leit miðinn út.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikið hefur verið hlegið að þessum hrakförum Robb en hann og unnustan létu sig nú hafa það og fóru á tónleikana með Red Hot Chili Pipers.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem mál af þessu tagi kom upp í tengslum við tónleika Red Hot Chili Pipers og því gætir hljómsveitin þess alltaf að skotapils og sekkjapípur sjáist vel á auglýsingum hennar. „Við myndum aldrei þykjast vera Red Hot Chili Peppers, við virðum þá svo mikið,“ sagði Douglas Gillespie, umboðsmaður sekkjapípuleikaranna, í samtali við Newsweek.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún