Þetta sýna rannsóknir á kórónuveirusýnum sem voru tekin í Belgíu, Hollandi og Þýskalandi. Hollensk yfirvöld segja að afbrigðið hafi komið fram í tveimur sýnum þar í landi á tímabilinu 19. til 23. nóvember. Það þýðir að afbrigðið var til staðar áður en tvær flugvélar frá KLM lentu í Amsterdam þann 26. nóvember en afbrigðið fannst í 14 farþegum sem komu með þeim.
Í Belgíu hefur afbrigðið fundist í sýni frá 22. nóvember og í Þýskalandi í sýni sem var tekið úr flugfarþega sem kom til Frankfurt þann 21. nóvember.
Þrátt fyrir að það hafi verið suðurafrísk heilbrigðisyfirvöld sem tilkynntu fyrst um afbrigðið þá er erfitt að segja til um hvar það kom fyrst fram og ekki er víst að afbrigðið hafi fyrst komið fram í Suður-Afríku.