fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Þess vegna hefur fólk ekki enn verið sent til Mars

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. desember 2021 19:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Neil Armstrong steig fyrstur allra fæti á tunglið árið 1969 hefur mannkynið dreymt um að senda fólk enn lengra út í geiminn. Þar er Mars ofarlega á blaði því plánetan er innan seilingarfjarlægðar ef svo má segja. Það er að minnsta kosti gerlegt að komast þangað þótt langt sé. En hversu hættulegt er að senda fólk þangað og munum við hafa gagn af því að senda fólk þangað?

Okkur tókst að senda menn til tunglsins 1969 og því hljótum við að geta sent fólk til Mars nú þegar tækninni hefur fleygt gríðarlega mikið fram. En af hverju höfum við ekki sent fólk þangað? Svein-Erik Hamran, prófessor við Oslóarháskóla, var nýlega spurður að þessu af vefsíðunni forskning.no. Hann vann að þróun nýjasta Marsbílsins, Perseverance, í samvinnu við bandarísku geimferðastofnunina NASA.

Hann segir að fimm ástæður séu aðallega fyrir því að við höfum ekki enn sent fólk til Mars.

Það er ekki fjárfest eins mikið í geiranum og áður. Þegar geimferðakapphlaup Sovétríkjanna og Bandaríkjanna stóð sem hæst á sjöunda áratugnum var gríðarlegum fjárhæðum veitt í geirann. Það varð ekki aðeins til þess að Bandaríkin sendu menn til tunglsins, það veitti þeim einnig gríðarlega mikið tæknilegt forskot. Í Apollo-áætluninni var ný tækni og tækjabúnaður þróaður, sumt af því nýtist enn í geimferðum. Hamran sagði að ef Bandaríkjamenn hefðu haldið áfram á sömu braut eftir tunglferðirnar væri hugsanlega búið að senda fólk til Mars.

Ferð til Mars er erfið og dýr. Það verður að leysa mörg vandamál áður en hægt er að senda fólk þangað. Á Mars er ekkert súrefni né fljótandi vatn. Það þýðir að það verður að taka súrefni og vatn með ef fólk á að geta lifað á plánetunni. En það er mjög dýrt að senda svo stóran farm út í geiminn. Hamran sagði að það sé hægt að leysa þetta, tæknin sé til staðar, en það kosti mikið. Ferð til Mars tekur sjö til níu mánuði ef geimfar er sent þangað þegar fjarlægðin á milli plánetanna er styst.

Marsbíllinn Perseverance. Mynd: NASA

Svo löng geimferð mun hafa mikil áhrif á mannslíkamann og raunar er ekki vitað með vissu hvaða áhrif það hefur fyrir geimfarana að vera svo lengi í þyngdarleysi en það búa þeir við á leið til og frá Mars. Þess utan verða þeir að bíða í minnst tvö ár á Mars eftir að afstaða jarðarinnar og Mars er nægilega hagstæð til að hægt sé að senda geimfar af stað heim til jarðarinnar. Í þyngdarleysi þurfa vöðvar líkamans ekki að takast á við þyngdaraflið til að halda líkamanum uppréttum. Það veldur því að líkamar geimfara verða veikburða eftir langvarandi dvöl í geimnum. Þetta hefur verið rannsakað í Alþjóðlegu geimstöðinni en enn er ekki vitað hvaða áhrif margra ára dvöl í þyngdarleysi hefur á líkamann að sögn Hamran.

Á Mars stöndum við síðan frammi fyrir þeim vanda að það er hættulegt að halda sig á yfirborði plánetunnar. Þar eru ekki jarðskjálftar eða virk eldfjöll sem ógna geimförunum en miklir sandstormar geisa þar öðru hvoru. Þegar slíkir stormar skella á verða geimfararnir að halda sig innandyra. Því verður að byggja eitthvað sem veitir þeim skjól en það er enginn hægðarleikur þegar efniviðurinn er í tveggja ára fjarlægð. Geimfararnir verða einnig fyrir geislun frá sólinni og geimnum á leiðinni til og frá Mars og á Mars. Það er allt annað en hollt fyrir líkamann. Hitastigið á yfirborði Mars er einnig óhagstætt en þar getur frostið farið niður fyrir 100 gráður og upp í rúmlega 20 gráður í plús, allt eftir árstíma.

Mynd sem Perseverance tók í Jezero gígnum. Mynd:NASA/EPA

Það er engin þörf fyrir að senda fólk til Mars til að rannsaka hvort líf geti þrifist þar. Það kostar háar fjárhæðir að senda Marsbílana til starfa á Mars en það er bara brot af þeim kostnaði sem mun verða við að senda fólk þangað. Hamran sagði að í raun sé engin þörf á að senda fólk til Mars, vélmenni og annar tæknibúnaður geti annast rannsóknir þar. Hann sagðist telja að í framtíðinni verði fjarstýrð vélmenni notuð í auknum mæli til rannsókna þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót