fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Svona lítið þarf til að lengja lífið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. desember 2021 10:00

Þau hugsa greinilega um heilsuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreyfing er lyfið fyrir líkamann. Hálfrar klukkustundar hreyfing daglega er allt sem þarf til að draga úr líkunum á fjölda sjúkdóma og lengja lífið.

Eftir því sem sænsku læknarnir Anders Hansen og Carl Johan Sundberg segja í bók sinni „Hälsa på recept“ (Hreyfing sem lyf) þá getur 30 mínútna hreyfing á dag skilað okkur lengri ævi og minni líkum á að fá ýmsa sjúkdóma.

Í bókinni fara þeir yfir jákvæð áhrif hreyfingar og byggja á niðurstöðum nýjustu rannsókna en bókin kom út 2015.

Segja má að inntak bókarinnar sé að líf þitt verði lengra og betra og minni líkur á að þú fáir ýmsa sjúkdóma. En þú verður að leggja eitthvað á þig til þess, líkamlega. Ekki mikið, þannig séð. 10 mínútna hreyfing á dag er betra en ekkert en hálf klukkustund er það sem stefna skal á. Best er að ná 30 mínútna hreyfingu á dag. Göngutúrinn þarf að vera röskur, þannig að þú finnir fyrir smá mæði. Það þýðir ekkert að lulla bara áfram. Það má líka skipta honum í tvennt og fara í tvo 15 mínútna göngutúra.

Þeir benda á að hreyfing geti unnið gegn kvíða og sé sannkallað sælgæti fyrir heilann því hún auki virkni hans og geri honum betur kleift að endurnýja heilafrumur, styrki minnið og dómgreindina.

Meðal þeirra helstu kosta sem þeir nefna í tengslum við 30 mínútna daglega hreyfingu eru:

Þú lifir að meðaltali 3-5 árum lengur.

Hálfrar klukkustundar dagleg hreyfing eykur viðnám þitt gegn kvefi og þess háttar pestum.

Í göngutúr eykst blóðflæðið til heilans um fjórðung. Það eru því ekki bara fæturnir sem njóta góðs af auknu blóðflæði.

100 mismunandi gen í heilanum virkjast þegar þú hreyfir þig.

Þótt þú hafi ekki hreyft þig fram að þessu þá skilar hreyfing ávinningi, til dæmis veita göngutúrar vernd gegn Alzheimerssjúkdómnum.

Regluleg hreyfing kennir líkamanum að bregðast ekki svo harkalega við stressi.

Fólk í yfirþyngd, sem er í góðu formi, á síður á hættu að veikjast og deyja fyrir aldur fram en grönn sófakartafla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans