Veðurfræðisstofnun SÞ, WMO, staðfesti mælinguna á þriðjudaginn. Þessi mikli hiti mældist í rússneska bænum Verkhojansk í Síberíu, sem er um 100 kílómetra norðan við heimskautsbaug, þann 20. júní 2020. Veðurfarsmælingar hafa verið stundaðar á þessu svæði frá 1885.
Petteri Taalas, forstjóri WMO, segir að þetta eigi að fá viðvörunarbjöllur til að hringja varðandi loftslagsbreytingar.
Þessi mikli hiti mældist í hitabylgju sem átti sinn þátt í að síðasta ár var eitt af þremur hlýjustu árunum frá upphafi mælinga. Á Suðurskautslandinu mældist 18,3 stiga hiti.
WMO er nú að skoða hvort nýtt evrópskt hitamet verði staðfest en síðasta sumar mældist 48,8 stiga hiti á Sikiley.
Taalas sagði að WMO hafi aldrei áður verð með svo margar rannsóknir á hugsanlegum veðurfarsmetum til rannsóknar eins og nú.