fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

SÞ vara við eftir hitamet á norðurheimskautssvæðinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. desember 2021 07:00

Sífreri í Síberíu bráðnar í svona hita.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar viðvörunarbjöllur ættu að hringja í kjölfar hitamets á norðurheimskautasvæðinu á síðasta ári segja Sameinuðu þjóðirnar. Þá mældist hæsti hiti sem nokkru sinni hefur mælst á svæðinu eða 38 gráður.

Veðurfræðisstofnun SÞ, WMO, staðfesti mælinguna á þriðjudaginn. Þessi mikli hiti mældist í rússneska bænum Verkhojansk í Síberíu, sem er um 100 kílómetra norðan við heimskautsbaug, þann 20. júní 2020. Veðurfarsmælingar hafa verið stundaðar á þessu svæði frá 1885.

Petteri Taalas, forstjóri WMO, segir að þetta eigi að fá viðvörunarbjöllur til að hringja varðandi loftslagsbreytingar.

Þessi mikli hiti mældist í hitabylgju sem átti sinn þátt í að síðasta ár var eitt af þremur hlýjustu árunum frá upphafi mælinga. Á Suðurskautslandinu mældist 18,3 stiga hiti.

WMO er nú að skoða hvort nýtt evrópskt hitamet verði staðfest en síðasta sumar mældist 48,8 stiga hiti á Sikiley.

Taalas sagði að WMO hafi aldrei áður verð með svo margar rannsóknir á hugsanlegum veðurfarsmetum til rannsóknar eins og nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?