fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Getur sæði karlmanna klárast?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. desember 2021 20:00

Sæðisfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?“ Þessari spurningu var varpað fram á Vísindavef Háskóla Ísland fyrir nokkrum árum og svaraði Þuríður Þorbjarnardóttir, líffræðingur, henni.

Í svarinu kemur fram að karlmannslíkaminn sé ekki þannig úr garði gerður að hann framleiði bara ákveðið magn af sæði yfir ævina. Ef allt sé eðlilegt framleiði hann sæði alla ævi og skipti þá engu hversu mikið „af er tekið“. Einnig kemur fram að það geti dregið úr þessari framleiðslu þegar aldurinn færist yfir menn.

Sæði myndast í æxlunarkerfi karla þegar þeir verða kynþroska. Það inniheldur sáðfrumur og sáðvökva frá blöðruhálskirtlinum, sáðblöðrum og klumbukirtlum. Það eru kynstýrihormón frá kirtildingli heilans sem koma sæðisframleiðslunni í gang.

Þegar sá tími rennur upp að æxlunarkerfið er tilbúið seyta sérstakar taugaseytifrumur í undirstúku heilans losunarhormón kynstýrihormóna. Það berst síðan til kirtildinguls heilans og örvar hann til að mynda og seyta tvenns konar kynstýrihormónum. „Annað þeirra, ESH (e. FSH), berst til sáðpíplna í eistum og örvar frumur í þeim til að mynda sáðfrumur. Hitt kynstýrihormónið, GSH (e. LH), berst til svokallaðra millifrumna í eistum og örvar þær til að mynda karlkynhormón, andrógen (testósterón og dihýdrótestósterón=DHT),“ segir í svarinu.

Það er síðan testósterón sem veldur því að strákar taka vaxtarkipp, fá bringuhár, hár í handarkrika og við kynfærin, barkakýlið stækkar og röddin dýpkar. Auk þess eykst virkni fitukirtla í húð og kynhvötin. Testósterón er einnig nauðsynlegt, ásamt ESH, til að sáðfrumumyndun hefjist. DHT veldur stækkun og þroskun ytri kynfæranna.

Daglega myndast um 300 milljónir sáðfrumna. Við sáðlát losna um 2,5 til 5 millílítrar af sæði en 50 til 150 milljónir sáðfrumur eru í hverjum millílítra.

Um 55 ára aldur dregur úr myndun testósteróns sem hefur í för með sér að vöðvastyrkur dvínar og færri lífvænlegar sáðfrumur myndast og það dregur úr kynhvötinni en það getur samt sem áður verið nóg af sáðfrumum fram í háa elli og geta heilbrigðir karlmenn verið frjóir fram á ní- eða tíræðisaldur ef þannig ber undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?