fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Pressan

Dæmdur í fangelsi fyrir undarlegar kynlífsathafnir í neðanjarðarlestum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. desember 2021 18:00

Nikki Darke. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólkið sem borgar vill sjá þetta,“ sagði Nikki Darke þegar hann var spurður hvernig efni hann birti á OnlyFans. Áskrifendur höfðu greitt honum fyrir að taka upp undarlegar kynlífsathafnir í neðanjarðarlestum í Lundúnum.

Samkvæmt frétt Sky News þá birti Nikki Darke, 37 ára, myndbönd á OnlyFans af sjálfum sér undir dulnefni. Á þessum upptökum sást hann viðhafa undarlegar kynlífsathafnir, að minnsta kosti í augum flestra.

Meðal þess sem hann gerði var að kasta af sér vatni á sæti í lestum og fróa sér fyrir framan aðra farþega. Þetta gerði hann í ferðum með Piccadilly line frá því í febrúar og fram í júlí. Hann var handtekinn í byrjun september þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn báru kennsl á hann.

Við rannsókn á farsíma hans kom í ljós að hann hafði hlaðið niður ósæmilegu myndefni af börnum.

Þegar lögreglan spurði hann út í myndefnið sem hann var að birta, svaraði hann: „Þetta er ég að gera mjög heimskulega hluti á almannafæri.“

Hann sagðist fá greitt fyrir þetta og gerði þetta samkvæmt óskum greiðenda.

Hann var ákærður fyrir ósiðsamlega hegðun á almannafæri, skemmdarverk og fyrir vörslu barnakláms.

Hann var dæmdur í 16 mánaða fangelsi og bannað að taka myndir eða myndbönd á almannafæri næstu 10 árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar matvörur geta skemmt hjartað

Þessar matvörur geta skemmt hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dýralæknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað var í maga hundsins

Dýralæknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað var í maga hundsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskylduharmleikur – Sonurinn sem nágrannarnir vissu ekki af myrti fjölskyldu sína árla morguns

Fjölskylduharmleikur – Sonurinn sem nágrannarnir vissu ekki af myrti fjölskyldu sína árla morguns
Pressan
Fyrir 1 viku

Rúmlega 150.000 Kanadabúar hafa skrifað undir sérstaka kröfu varðandi Elon Musk

Rúmlega 150.000 Kanadabúar hafa skrifað undir sérstaka kröfu varðandi Elon Musk