Þjóðgarðsyfirvöld hafa tilkynnt að frá 1. apríl á næsta ári þurfi sérstakt leyfi til að mega ganga hina vinsælu gönguleið Angels Landing. CNN skýrir frá þessu.
„Angels Landind er ein þekktasta gönguleiðin í Zionþjóðgarðinum og það er réttlæti fyrir alla ef leyfi verða gefin út. Þetta kerfi, sem við höfum þróað, mun draga úr þrengslum á stígnum, takast á við öryggisvandamál og gera fólki auðveldar fyrir við að skipuleggja ferðir sínar,“ sagði Jeff Bradybaugh, hjá þjóðgarðinum.
Angels Landing eru um eins og hálfs kílómetra háir klettar í þjóðgarðinum. Stígur liggur um klettana en hann liggur upp á toppinn en þar er glæsilegt útsýni yfir Zion Canyon.
Stígurinn er að öllu jöfnu mjög vinsæll og á köflum hafa of margir verið á honum í einu. Það er ástæðan fyrir því að framvegis verður einhverskonar lottó viðhaft til að ákveða hverjir fá að ganga stíginn. Áhugasamir verða að skrá sig á vefsíðunni recreation.gov og greiða sex dollara fyrir að taka þátt í lottóinu. Skráning og greiðsla tryggir sem sagt ekki aðgang að stígnum, það verður að treysta á heppnina. Heppnir vinningshafar verða að greiða þrjá dollara til viðbótar til að fá miða.