Samkvæmt umfjöllun Unilad þá hafði maðurinn síðan í hótunum og sagðist vera með sprengju sem hann ætlaði að sprengja.
Lögreglan var kölluð á vettvang og þegar lögreglumenn höfðu uppi á manninum sagðist hann vera vopnaður og hefði í hyggju að fljúga til Svæðis 51 til að sjá geimverur sem væru þar í haldi.
Maðurinn verður væntanlega ákærður fyrir tilraun til hryðjuverks, hótanir og innbrot á bannsvæði.
Alríkislögreglan FBI var kölluð til vegna málsins.