fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Heilaskurðlæknar og flugvélaverkfræðingar eru ekki gáfaðri en við hin

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. desember 2021 10:00

Stephen Hawking var afburðagreindur. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum haft á orði að heilaskurðlæknar, flugvélaverkfræðingar og sumar aðrar stéttir samanstandi af svo greindu fólki að við hin, sem teljumst svona nokkuð eðlileg, stöndum þeim langt að baki hvað varðar gáfnafar. En nú sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar að svo er ekki.

Rannsóknin byggist á gögnum um 329 flugvélaverkfræðinga og 72 taugaskurðlækna. Niðurstöður hennar eru að þetta fólk sé ekki neitt endilega gáfaðra en við hin.

Vísindamenn fóru yfir gögn fólksins eftir að það lauk 12 verkefnum sem voru lögð fyrir það á netinu. Verkefnin voru byggð á the Great British Intelligence Test. Að auki svöruðu þátttakendurnir spurningum um aldur sinn, kyn og starfsreynslu og sérhæfingu. The Guardian skýrir frá þessu.

Verkefnin náðu yfir ýmsa gáfnaþætti, þar á meðal skipulagningu og rökfærslu, minni, athygli og getu til að vinna úr tilfinningum. Niðurstöðurnar voru síðan bornar saman við niðurstöður sem hafði verið aflað hjá 18.000 Bretum, þverskurði samfélagsins.

Niðurstöðurnar hafa verið birtar í the British Medical Journal. Samkvæmt þeim þá voru það aðeins taugaskurðlæknarnir sem stóðu upp úr því þeir voru fljótari en aðrir að leysa vandamál en áttu erfiðara með að muna hluti en aðrir. Vísindamennirnir segja að sá hæfileiki taugaskurðlæknanna að geta leyst vandamál hraðar en aðrir sé hugsanlega tengdur starfi þeirra þar sem þeir þurfi oft að bregðast hratt við. Það geti þýtt að fólk, sem er fljótt að bregðast við, leiti frekar í starfið eða þá að þjálfun þess og reynsla skipti þarna sköpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“