fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Frægur miðill með athyglisverðan spádóm – Rætist hann á næstu árum?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. desember 2021 10:44

Uri Geller. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn frægi miðill Uri Geller býr í Bretlandi en hann er af ísraelskum og breskum ættum. Hann varð frægur á áttunda áratugnum þegar hann kom fram í beinum sjónvarpsútsendingum þar sem hann beygði skeiðar og stoppaði úr með hugaraflinu. Hann hefur skrifað 16 bækur og er mjög vinsæll hjá mörgum.

Nú hefur hann sett fram athyglisverðan spádóm sem á að hans sögn að rætast á næstu árum. Hann segir vitsmunaverur frá öðrum plánetum muni fljótlega setja sig í samband við okkur og lenda geimfari sínu fyrir framan Hvíta húsið í Washington D.C.

Geller segist búa yfir miklum andlegum hæfileikum og þeir valdi því að hann finni að geimverur muni fljótlega leggja leið sína hingað til jarðarinnar. Hann segir að þær hafi fylgst með okkur í langan tíma og séu nú reiðubúnar til að setja sig í samband við okkur. „Ég held að þær fylgist með okkur. Ég veit ekki alveg hvað þær vilja,“ sagði hann í samtali við The Sun.

„Þær lenda væntanlega á lóðinni við Hvíta húsið eða álíka stað. Allar vísindaskáldsögumyndir okkar um geimverur munu reynast vera réttar,“ sagði hann að sögn Ladbible.

Eru geimverur á leiðinni í heimsókn?

Fyrir þá sem fyllast áhyggjum af þessari væntanlegu heimsókn geimvera sagði Geller að þær væru friðsamar og því lítil ástæða til að óttast þær. Ef þær væru fjandsamlegar þá væru þær löngu búnar að eyða okkur. En það er ekki nóg með að þær séu friðsamlegar, því þær eru einnig gjafmildar að hans sögn því hann sagðist telja að geimverur hafi veitt okkur þekkingu til að reisa mannvirki á borð við Stonehenge og pýramídana í Egyptalandi.

Hvað varðar tímasetningu þessarar væntanlegu heimsóknar þá sagði Geller: „Ég held ekki að við séum að tala um mörg þúsund eða mörg hundruð ár. Ef ég að giska á það, þá er skynsamleg ágiskun mín að þetta gerist á næstu 60 til 75 árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn