Í Sviss er heimilt að aðstoða fólk við að binda enda á eigið líf og á síðasta ári nýttu um 1.300 manns sér þjónustu fyrirtækjanna Dignitas og Exit sem aðstoða fólk við að deyja. Fyrirtækin nota bæði lyfjablöndu sem veldur því að fólk fellur í djúpan svefn á tveimur til fimm mínútum og síðan deyr það.
Sjálfsvígsvélin er hönnuð af Dr Philip Nitschke, sem hefur verið nefndur Doktor Dauði, en hann er forstjóri Exit International, sem tengjast fyrrgreindu Exit fyrirtæki ekki neitt.
Hægt er að flytja vélina á milli staða, allt eftir óskum þess sem ætlar að nota hana. Það er því til dæmis hægt að staðsetja hana utanhúss þar sem glæsilegt útsýni er. Þegar að notandinn er látinn er hægt að taka kistuna úr sambandi við tækjabúnaðinn og nota hana sem líkkistu, hún brotnar niður í jarðveginum.
Sumir andstæðingar þess að fólk geti fengið aðstoð við að deyja segja óásættanlegt að aðferð á borð við þessa sé notuð því hún minni of mikið á Helför nasista þegar þeir notuðu gas til að drepa milljónir gyðinga. Aðrir hafa gagnrýnt útlit kistunnar og segja það svo framtíðarlegt að það varpi einhverjum ljóma á sjálfsvíg.