fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Pressan

Við höfum ekki séð það síðasta af kórónuveirunni – Sóttvarnaaðgerðir og ný afbrigði eru framtíðin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. desember 2021 06:10

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrst kom Delta fram á sjónarsviðið og nú er það Ómikron. Þetta eru stökkbreytt afbrigði af kórónuveirunni sem herjar á heimsbyggðina. Þau hafa meiri mótstöðu gegn bóluefnum en upphaflega útgáfa veirunnar sem kom fram á sjónarsviðið í Wuhan í Kína síðla árs 2019 og dreifðist síðan út um heimsbyggðina.

Allt frá því að heimsfaraldurinn skall á hafa yfirvöld í mörgum ríkjum gripið til sóttvarnaaðgerða til að halda aftur af útbreiðslu veirunnar og flest þekkjum við þetta orðið ágætlega. Nú virðist faraldurinn vera að sækja í sig veðrið hér á landi sem og víðast í Evrópu og víða er verið að herða sóttvarnaaðgerðir þessa dagana. En vera ný afbrigði af veirunni og sóttvarnaaðgerðir hluti af jólahaldinu í framtíðinni?

Ekstra Bladet spurði Jørn Kolmos, yfirlækni og prófessor við Syddansk háskólann, að þessu. Hann sagði ekki útilokað að svo verði. „Við erum ekki búin að sjá síðasta afbrigðið. Við munum væntanlega lenda í stöðu þar sem við sjáum stöðuna versna hvað varðar smit á veturna en síðan skánar ástandið á sumrin. En veiran mun snúa aftur en veikari en áður,“ sagði hann.

Hann sagðist reikna með að við þurfum að sætta okkur við sóttvarnaaðgerðir næsta vetur. „Ég held að það muni draga úr þessu 2022. Spænska veikin gekk yfir á um þremur tímabilum áður en hún hvarf og við erum á öðru tímabili núna,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að faraldurinn muni ekki vara að eilífu. Veiran muni hægt og rólega laga sig að fólki og við munum laga okkur að henni en það geti tekið nokkur tímabil.

Hvað varðar möguleikann á að nýtt afbrigði komi fram á sjónarsviðið, afbrigði sem kastar okkur aftur á byrjunarreit á nýjan leik, sagði hann: „Það er auðvitað ekkert sem segir að veira hagi sér þannig. En út frá sögunni vitum við að í öðrum heimsfaröldrum hafa veirurnar verið skæðar í upphafi og margir veiktust, síðan snýr hún aftur í nokkur tímabil en verður smám saman mildari. Þetta er hreinn darwinismi þar sem náttúrulegt val á veiruafbrigðum, sem eru meira smitandi en síður hættuleg, á sér stað þannig að jafnvægi næst, eins og við höfum lært að lifa með inflúensu. Þetta er sú staða sem við munum væntanlega standi uppi með að lokum.“

Hann sagðist reikna með að það þurfi að gefa fólki fjórða skammtinn af bóluefni gegn veirunni áður en faraldurinn verður afstaðinn og jafnvel fleiri skammta en það. Að lokum verði staðan kannski þannig að hægt verður að bjóða eldra fólki og fólki í áhættuhópum bólusetningu eins og nú er gert gegn inflúensu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu