fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Örlagaríka jólahlaðborðið í Osló – Næstum allir þeir sem smituðust eru bólusettir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. desember 2021 07:00

Veitingastaðurinn Louise í Oslól. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norsk heilbrigðisyfirvöld telja að Ómikron afbrigði kórónuveirunnar dreifist auðveldlega á milli bólusettra sem eru þétt saman innanhúss, til dæmis í samkvæmum og fundum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar norska landlæknisembættisins en hún snerist um jólahlaðborð sem var haldið á veitingastaðnum Louise í Osló 26. nóvember en þetta er líklegast umtalaðasta jólahlaðborð heims þessa dagana.

111 gestir sóttu jólahlaðborðið og af þeim smituðust 75 af kórónuveirunni. 98% þeirra höfðu lokið bólusetningu gegn kórónuveirunni. Að minnsta kosti 45 smituðust af Ómikron. Tölurnar eru þó enn aðeins á reiki því ekki er búið að fullrannsaka sum sýnin enn.

Rannsóknin hefur verið birt í ritinu Eurosurveillance.

Talið er að Ómikron hafi verið nýkomið til Noregs og hafi komið með nokkrum starfsmönnum Scatecs, sem höfðu verið í Suður-Afríku, en starfsfólk Scates sótti jólahlaðborðið umrætt kvöld.

Auk 75 jólahlaðborðsgesta greindust 65 aðrir gestir á veitingastaðnum með kórónuveiruna.

Enginn af hinum smituðu hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús og flestir hafa skýrt frá vægum einkennum, aðallega hósta, stífluðum nösum og hálssærindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949