fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Enn vindur Partygatehneyksli Boris Johnson upp á sig

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. desember 2021 08:00

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan harðar sóttvarnaaðgerðir voru í gildi í Bretlandi og stór hluti samfélagsstarfseminnar lá niðri drukku Boris Johnson, forsætisráðherra, og samstarfsfólk hans vín og borðuðu pítsur í bústað forsætisráðherrans í Downingstræti. Þetta gerðist í maí en þá hittust um 20 samstarfsmenn Johnson og hann sjálfur.

Sumir sátu inni í húsinu sjálfu en aðrir voru í garðinum. Þetta segja The Guardian og The Independent. Á þessum tíma var samkomubann í gildi og máttu aðeins tveir aðilar, sem ekki bjuggu í sama húsi, hittast hverju sinni og það utanhúss. Einnig átti fólk að hafa tvo metra á milli sín.

En þetta kvöld sat fólk saman og drakk áfengi. Johnson er sjálfur sagður hafa verið í garðinum í um korter. Inni í húsinu er hann sagður hafa sagt við starfsmann að samstarfsfólk hans ætti skilið að fá einn drykk fyrir að hafa „sigrað veiruna“.

The Guardian hefur eftir heimildarmanni að Matt Hancock, þáverandi heilbrigðisráðherra hafi einnig verið á staðnum. Því hefur talsmaður Hancock vísað á bug.

Málið hefur vakið mikla reiði meðal Breta. Landsmenn eru ósáttir við að á sama tíma og þeim var sagt að halda sig heima og sleppa því að sækja mannfögnuði vegna mikils fjölda smita í landinu hafi Johnson og samstarfsfólk hans skemmt sér. Áður hafði það vakið mikla reiði að Johnson og starfsfólk hans héldu jólahlaðborð í Downingstræti fyrir síðustu jól og einnig hafa komið fram upplýsingar um að fleiri samkvæmi hafi verið haldin á meðan harðar sóttvarnaaðgerðir voru í gildi. Breskir fjölmiðlar hafa nefnt málið Partygate.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm