Fyrir ekki svo mörgum dögum voru líkurnar á hvítu jólum nánast engar miðað við veðurspár en nú benda sífellt fleiri veðurspár og veðurlíkön til þess að ekki sé útilokað að jólin verði hvít að þessu sinni.
Líklegt er að lægð komi upp að landinu fyrir jól og með henni komi snjókoma en þó er enn of snemmt að segja til um hvort það snjói nægilega mikið til að hálfs sentimetra snjódýpt náist og hvort það snjói um allt land.
Líkurnar eru kannski ekki miklar en þær eru þó fyrir hendi að þessu sinni.
Síðast voru hvít jól í Danmörku 2010.
En frá árinu 1900 hafa hvít jól aðeins verið níu sinnum eins og áður sagði. Það var: 1915, 1923, 1938, 1956, 1969, 1981, 1995, 2009 og 2010. En staðbundin hvít jól hafa verið 31 sinnum á sama tímabili.