fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Vísindamenn vara við – Breytingar við „Dómsdagsjökulinn“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 06:03

Thwaitesjökullinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Suðurskautinu er jökull sem heitir Thwaitesjökullinn en hann er stundum kallaður „Dómsdagsjökullinn“. Nú segja vísindamenn að ísveggur fyrir framan hann muni „brotna eins og bílrúða“. Ástæðan er að hlýr sjór bræðir ísinn hægt og rólega neðan frá en það veldur því að sprungur koma í jökulinn.

BBC skýrir frá þessu. „Það munu verða miklar breytingar á jöklinum, líklega á tæpum áratug. Bæði birtar og óbirtar rannsóknir benda til þess,“ sagði Ted Scambos, jöklafræðingur og prófessor við International Thwaites Glacier Collaboration, í samtali við BBC.

Thwaitesjökullinn er engin smásmíði en hann er á stærð við Bretland eða rúmlega tvöfalt stærri en Ísland. Bráðnun hans veldur 4% af árlegri hækkun sjávarborðs. Á síðustu 30 árum hefur bráðnunarhraði hans tvöfaldast. Nú bráðna um 50 milljarðar tonna af ís úr jöklinum árlega.  Ef jökullinn bráðnar allur mun yfirborð heimshafanna hækka um 65 sentimetra.

Slíkur „dómsdagsatburður“ mun þó væntanlega ekki eiga sér stað fyrr en eftir nokkur hundruð ár að því er segir í umfjöllun BBC þar sem einnig kemur fram að vísindamenn segi að hnattræn hlýnun hafi mikil áhrif á jökulinn.

Vísindamenn hafa nú þegar tekið eftir miklum breytingum við jökulinn og nágrenni hans. Scambos sagði að ef hann hrynji muni hann taka megnið af ísnum á vesturhluta Suðurskautslandsins með sér og því sé mjög mikilvægt að finna út úr hvernig jökullinn mun hegða sér næstu 100 árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í