fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Undarlegt svikamál – Lét bólusetja sig 10 sinnum á einum degi gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 07:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Nýja-Sjálandi eru nú að rannsaka undarlegt mál. Það snýst um að svo virðist sem maður einn hafi fengið 10 skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni á einum og sama deginum. Þetta gerði hann vísvitandi og fékk greitt fyrir. Svo virðist sem andstæðingar bólusetninga hafi greitt honum fyrir þetta og þá hugsanlega til að þeir fengju kórónupassa útgefinn í kjölfar bólusetningarinnar.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að svo virðist sem maðurinn hafi farið í nokkrar bólusetningarmiðstöðvar til að fá alla þessa skammta. Á Nýja-Sjálandi er hægt að bóka tíma í bólusetningu en einnig er víða hægt að mæta án tímapöntunar. Aðeins þarf að skýra frá nafni, fæðingardegi og heimilisfangi en skilríkja er ekki krafist.

Heilbrigðisráðuneytið segist taka málið mjög alvarlega. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu og vinnum með viðeigandi stofnunum,“ sagð Astrid Koornneef, talskona ráðuneytisins og bætti við: „Að nota persónuupplýsingar annars einstaklings til að fá læknismeðferð er hættulegt. Þetta felur í sér áhættu fyrir þann sem er bólusettur og sá sem hann læst vera fær ranga skráningu í sjúkraskýrslur sínar sem sýna að bólusetningu sem ekki átti sér stað. Þetta gæti haft áhrif á hvernig tekið verður á heilbrigðismálum þeirra í framtíðinni.“

Helen Petousis-Harris, sérfræðingur í bólusetningum við háskólann í Auckland, sagði að engin sérstök gögn liggi fyrir um áhrif þess að fólk fái svo marga skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni en sagði að maðurinn muni væntanlega ekki verða fyrir alvarlegu tjóni. „Við vitum að stórir skammtar valda almennt hefðbundnum viðbrögðum við bólusetningu, til dæmis höfuðverk og hita og verkjum, það má því reikna með að honum hafi liðið ansi illa næsta dag,“ sagði hún. Hún sagðist jafnframt hafa heyrt um fleiri dæmi af þessu tagi og benti á að sú staðreynd að fólk þurfi ekki að framvísa skilríkjum, þegar það mætir í bólusetningu, geri kerfið viðkvæmt og auðvelt sé að misnota það.

Reiknað er með að 90% Nýsjálendinga, 12 ára og eldri, hafi lokið bólusetningu fyrir jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga