Tilkynning um slysið barst um klukkan 10 í dag að staðartíma. Debbie Williams, talskona lögreglunnar, sagði að aðkoman á vettvang hafi verið skelfileg. „Því miður þá get ég staðfest að tvö börn eru látin,“ sagði hún að sögn The Guardian.
Nokkrar þyrlur voru notaðar til að flytja börn á sjúkrahús og fjöldi sjúkraflutningamanna og lögreglumanna var á vettvangi.
Skólanum var lokað eftir slysið og hann verður einnig lokaður á morgun.
Skólinn var að fagna lokum skólaársins og því hafði hoppukastala verið komið fyrir á lóð hans.
Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði slysið vera skelfilegt.
Uppfært klukkan 05.50
Tala látinna hefur verið verið uppfærð en nú hefur verið staðfest að fjögur börn eru látin.