fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ekki nóg að bólusetja fólk til að stöðva Ómíkron

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 08:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar veldur „alvarlegum áhyggjum“ því það dreifist hratt og leggst einnig á fólk sem hefur lokið bólusetningu. Til að stöðva útbreiðslu afbrigðisins er ekki nóg að bólusetja fólk. Þetta segir í nýrri áhættugreiningu Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar (ECDC).

Andrea Ammon, forstjóri ECDC, sagði að nauðsynlegt væri að grípa til harðra aðgerða. „Miðað við núverandi ástand dugir bólusetning ein og sér ekki til að koma í veg fyrir áhrif Ómíkron á faraldurinn því það er ekki tími til að gera neitt varðandi það bólusetningargat sem er enn til staðar,“ segir hún í fréttatilkynningu. 66,8% íbúa í ESB-ríkjunum auk Íslands, Noregs og Liechtenstein hafa lokið bólusetningu.

ECDC hækkaði í gær áhættumat Ómíkron og setti það í „mjög hátt“.

Ammon segir að auk þess að bólusetja eins marga og hægt er eins fljótt og hægt er þá þurfi að grípa til margra af þeim sóttvarnaaðgerðum sem voru notaðar síðasta vetur til að stöðva faraldurinn. Þar á hún meðal annars við notkun andlitsgríma, heimavinnu, að fólk forðist að vera í stórum hópum og gæti vel að handþvotti og noti handspritt.

„Það liggur á að grípa til harðra aðgerða sem geta dregið úr smitum og létt því mikla álagi sem er á heilbrigðiskerfinu og veitt viðkvæmustu hópunum vernd næstu mánuði,“ segir hún í fréttatilkynningunni og vísar til þess að margar spár gera ráð fyrri að Ómíkron sé að verða ráðandi í mörgum löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga