Ekstra Bladet fékk þetta staðfest hjá talsmanni sjúkrahússins. Segir í svari hans að starfsfólkið hafi sótt jólahlaðborð þann 3. desember en það var haldið utan sjúkrahússins. Það var haldið áður en heilbrigðisyfirvöld hvöttu Dani til að sleppa jólahlaðborðum þetta árið. Farið var eftir öllum gildandi reglum.
Allir þeir sem sóttu jólahlaðborðið eru fullbólusettir og höfðu fengið örvunarskammt. Að auki framvísuðu allir gestirnir neikvæðri niðurstöðu úr pcr-sýnatöku.
Smitin hafa að vonum haft áhrif á starfsemi gjörgæsludeildarinnar og hefur þurft að grípa til ýmissa ráðstafana til að halda henni gangandi. Starfsfólk hefur verið fært á milli deilda en tekist hefur að halda starfseminni nokkurn veginn ótruflaðri.