fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þau voru trúuð og bjuggu í hjólhýsi – Nú koma hryllingssögurnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 07:00

Mayfield er í rúst. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem veðurfræðingar segja þá var krafturinn í skýstrókunum sem gengu yfir Kentucky og nokkur önnur ríki á laugardaginn mjög mikill, einn sá mesti sem vitað er um. Einnig vörðu skýstrókarnir lengur en venja er og eyðileggingin er gífurleg og manntjónið er mikið.

Samkvæmt frétt Washington Post þá ætla veðurfræðingar nú að rannsaka sérstaklega hvað varð til þess að skýstrókarnir fóru yfir svo mörg ríki í Miðvesturríkjunum af svo miklum krafti. Þeir hafa sérstakan áhuga á að rannsaka hvort krafturinn í þeim eigi rætur að rekja til loftslagsbreytinganna en sú kenning hefur notið vaxandi fylgis margra veðurfræðinga á síðustu dögum.

Í Kentucky fór fimm skýstrókar yfir 320 kílómetra langt svæði, aldrei áður hafa skýstrókar farið yfir svo langt svæði, og skildu eftir sig slóð eyðileggingar. Sjónarvottar segja að heilu húsin hafi sópast upp með strókunum.

Bærin er eins og stríðssvæði. Mynd:Getty

Staðfest hefur verið að 88 létust í hamförunum en tuga er saknað. Meðal hinna látnu eru mörg börn. Þar á meðal tvö börn úr samfélagi Amishfólksins í Mayfield í Kentucky. Börnin bjuggu með foreldrum sínum i hjólhýsi í bænum. Foreldrar þeirra létust einnig en þrjú börn lifðu hamfarirnar af. „Þetta var svo frábær fjölskylda,“ sagði íbúi í bænum í samtali við Washington Post. Mayfield var einna verst úti og líkist einna helst stríðssvæði, svo mikil er eyðileggingin. Staðfest hefur verið að 74 létust í Kentucky.

Í Illinois létust að minnsta kosti sex manns þegar skýstrókur skall á vöruhúsi netverslunarinnar Amazon. Í Arkansas eyðilagðist elliheimili. Þar reyndi starfsfólk að bjarga heimilisfólkinu með því að leggjast ofan á það. í Missouri létust tveir.

Yfirvöld berjast við að koma hreinu vatni til hamfarasvæðanna og við að koma rafmagni aftur á. Ár geta liðið þar til uppbyggingu lýkur á þessum svæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“