fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

500 sænskir hermenn sendir heim – Urðu fyrir alvarlegu áreiti og fengu ekki nægan mat né svefn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 18:00

Sænskir hermenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

500 liðsmenn einnar stærstu herdeildar sænska hersins, Ledningsregementet i Enköping, hafa verið sendir heim. Þetta eru hermenn sem eru að gegna herskyldu. Ástæðan er að brotið hefur verið alvarlega á fólkinu af yfirmönnum og öðrum hermönnum.

Dagens Nyheter skýrir frá þessu. Fram kemur að fólki hafi verið gert að taka þátt í æfingum þrátt fyrir að það væri veikt og slasað. Einnig segja hermennirnir að þeir hafi ekki fengið nóg að borða og ekki fengið að sofa nóg. Þeim var refsað og óviðeigandi orðfæri notað í samskiptum við þá, þar á meðal kynferðislegt.

„Við höfum séð að fólk, sem gegnir herskyldu, hefur upplifað hegðun sem er ekki ásættanleg hjá okkur hjá Ledningsregementet,“ sagði Therese Timpson, upplýsingastjóri herdeildarinnar, í samtali við TT fréttastofuna.

Æðstu yfirmenn herdeildarinnar taka þátt í hraðnámskeiði í þessari viku sem á að gera þá betur í stakk búna til að takast á við mál af þessu tagi. Þess utan hefur vinnuhópur verið settur á laggirnar en hann á að skila tillögu um hvernig sé hægt að gera betur í menntun og þjálfun, þeirra sem gegna herskyldu, á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“