fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Þetta er afgerandi í baráttunni við Ómíkron

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 07:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er margt á huldu um eiginleika Ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar en það er nú á góðri leið með að verða ráðandi víða um heim. Sumir telja að afbrigðið eigi auðveldara með að komast fram hjá þeirri vörn sem bóluefni veita og sé enn meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar. En hvernig er best að hátta vörnum sínum gegn þessu afbrigði?

Svarið er í sjálfu sér ekki nein geimvísindi eða mjög flókið. Sífellt fleiri gögn benda til að andlitsgrímur séu besta vörnin, sérstaklega þær sem eru mjög þéttar. En auk þeirra skiptir það miklu máli að lofta vel og reglulega út úr húsum og halda góðri fjarlægð á milli fólk. Allt þetta dregur úr líkunum á smiti.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem hafa verið birtar í vísindaritinu PNAS sýna að ef þú ert óbólusett(ur) og ert í þriggja metra fjarlægð frá smituðum einstaklingi í óloftræstu herbergi þá eru nær 100% líkur á að þú smitist af veirunni innan nokkurra mínúta ef hvorugur aðilinn er með andlitsgrímu. Þetta byggist á því að hinn smitaði sé smitaður af Delta afbrigði veirunnar og mikið magn veiru sé í því lofti sem hann andar frá sér.

Ef báðir aðilar eru með venjulega ódýra andlitsgrímur (venjulega gerð I eða II (þessar bláu)) sem situr þétt að andlitinu þá geta verið allt að 10% líkur á að sá óbólusetti smitist á 20 mínútum.

Ef báðir aðilar eru með andlitsgrímur sem veita sérstaklega mikla vörn (FFP2 eða KN95) sem eru rétt staðsettar á andlitinu þá eru líkurnar á að smitast á 20 mínútum um 1/1000, sem sagt nær engar líkur.

Berlingske hefur eftir Eberhard Bodenschatz, rannsóknastjóra hjá Max Planck stofnuninni í Göttingen, að rannsóknin hafi leitt í ljós að smithættan sé gríðarlega mikil ef fólk notar ekki andlitsgrímur og sé orðin það eftir nokkrar mínútur, jafnvel þótt þrír metrar séu á milli fólks.

Andlitsgrímur eru því eitt besta vopnið gegn Ómíkron.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“