fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Telja sig hafa leyst eina af ráðgátunum um kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 08:01

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir þeirra sem hafa smitast af kórónuveirunni hafa upplifað að hafa algjörlega misst lyktar- og bragðskynið. Þetta hefur vakið mikla undrun vísindamanna en nú telja sænskir vísindamenn sig vera komna nálægt því að leysa þessa ráðgátu.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Segir blaðið að þetta snúist um að vísindamenn hafi fundið kórónuveiru í svokölluðum stuðningsfrumum við lyktarnemana í nefinu. Veiran truflar starfsemi stuðningsfrumanna og svæðið í kringum þær, við lyktarnemana, verður óvirkt er haft eftir Johan Lundström, dósent í klínískri taugasjúkdómafræði við Karólínsku stofnunina. Hann sagði að veiran hafi líklega einnig áhrif á það svæði heilans sem tekur við lykt frá nefinu. Vísindamennirnir fundu ummerki um kórónuveiru á þessu svæði og telja því að það geti skýrt af hverju lyktarskynið fer úr skorðum við smit. „Veiran kemst þangað en ekki lengra,“ sagði hann um veru hennar í heilanum.

Þessi uppgötvun gæti verið góð frétt fyrir þá sem hafa orðið illa fyrir barðinu á þessum einkennum því þetta getur auðveldað þjálfun lyktarskynsins á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu