fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Martröð fjögurra systra – Lamdar og pyntaðar af foreldrum sínum – „Á ég að drepa þig? Á ég að stinga þig?“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 06:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær máttu ekki fara í sund, fá sér vinnu eða taka þátt í viðburðum í skólanum. Daglega var þeim hótað barsmíðum og alla daga lifðu þær í ótta við hvað biði þeirra þegar þær kæmu heim. Þetta var það sem fjórar systur, sem nú eru 17, 16, 11 og 3 ára, bjuggu við alla daga frá 2016 og fram á þetta ár.

Foreldrar þeirra eru nú fyrir dómi í Næstved í Danmörku ákærð fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart stúlkunum. Faðirinn er 51 árs og móðirin 40 ára. Þau eru múslimar og óttuðust að dæturnar yrðu of danskar eða myndu eignast danska kærasta. Af þeim sökum beittu þau þær grófu ofbeldi, hótunum og andlegu ofbeldi samkvæmt því sem kemur fram í ákæru á hendur þeim.

Stúlkurnar voru lamdar og meðal annars voru sleifar, snúrur, skór, belti og fleira notað til að lemja þær á bera húðina, þær voru brenndar með kveikjara og neyddar til að sofa með sterkan pipar í munninum. Foreldrarnir eyðilögðu fatnað þeirra ef hann þótti of „danskur“ eða ögrandi og þær máttu ekki tala við danska drengi.

Ákæruvaldið krefst refsingar yfir foreldrunum og hefur áskilið sér rétt til að krefjast þess að þeim verði vísað úr landi.

Ekstra Bladet segir að hjónin eigi önnur börn og hafi systkini stúlknanna oft verið vitni að ofbeldinu og einnig hafi foreldrarnir fengið hin börnin til að halda stúlkunum föstum á meðan þær voru lamdar.

Þeim var einnig neitað um mat og drykk ef foreldrarnir töldu þær hafa hegðað sér á „rangan“ hátt.

Eitt sinn hótaði faðirinn tveimur elstu stúlkunum hryllilegum afleiðingum ef þær myndu verða ástfangnar af dönskum dreng eða ef þær myndu hlaupast að heiman. „Þú verður grafin lifandi,“ sagði hann við aðra þeirra og hin fékk þau skilaboð að henni yrði „slátrað“ eða neydd í hjónaband með frænda sínum.

Eftir því sem segir í ákærunni var móðirin ekki betri. Hún beindi hníf að 16 ára stúlkunni og sagði meðal annars: „Á ég að drepa þig? Á ég að stinga þig?“ Hún hótaði einnig að fótbrjóta tvær elstu stúlkurnar ef þær yrðu of danskar og þeirri 11 ára var hótað að höfuðleðrinu yrði flett af henni.

Þann 1. júlí á þessu ári komu starfsmenn félagsmálayfirvalda heim til fjölskyldunnar. Þegar þeir voru farnir gengu foreldrarnir hrottaleg í skrokk á stúlkunum að því er segir í ákærunni. Það var rifið í hár þeirra, lamdar og sparkað í þær. Á meðan sú 11 ára lá á gólfinu var sparkað í maga hennar og hún slegin og var það faðir hennar sem var að verki. Hann trampaði einnig á handlegg hennar.

Eftir því sem segir í ákærunni er það múslímskur uppruni foreldranna sem liggur að baki ofbeldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“