fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Hélt að hún hefði orðið fyrir barðinu á þjófi – Það var svo miklu alvarlegra en það

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 06:00

Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán dögum eftir að kona ein, sem býr í Árósum í Danmörku, kærði þjófnað komst hún að því að henni hafði einnig verið nauðgað af hinum meinta þjófi. Þetta kom fram fyrir dómi í gær þegar réttarhöld hófust yfir 37 ára Írana sem er ákærður fyrir nauðgun og þjófnað.

Samkvæmt frétt BT sagði saksóknari að lögreglunni hafi borist kæra þann 13. ágúst vegna þjófnaðar frá konunni. Hafði 600 krónum, sem hún geymdi í brjóstahaldara sínum og símahulstri, verið stolið frá henni. Þjófnaðurinn átti sér stað á hópferðamiðstöð í Árósum. Það var ekki fyrr en 13 dögum síðar sem konan áttaði sig á að henni hafði einnig verið nauðgað.

Það gerðist þegar lögreglumaður hringdi í hana og sagði henni að upptökur úr eftirlitsmyndavél í biðsal hópferðamiðstöðvar sýndu að hún og maðurinn, sem var grunaður um þjófnaðinn, hefðu haft samfarir. Hún mundi ekki eftir því og kærði manninn því fyrir nauðgun því vegna þreytu, ölvunar og neyslu örvandi efna hafi hún ekki verið fær um að samþykkja að hafa samfarir eða neita því.

Maðurinn, sem kom til Danmerkur 11 ára að aldri, neitar sök. Honum hefur í raun verið vísað úr landi en ekki hefur verið hægt að senda hann til heimalandsins og því sitja Danir uppi með hann.

Hann sagðist hafa hitt konuna að kvöldi 12. ágúst því hún hafi viljað kaupa kókaín af honum. Síðar um nóttina hafi hún haft samband við hann til að kaupa meira kókaín og þau hafi hist við lögreglustöðina í Árósum í framhaldi af því. Þau hafi síðan gengið niður á hópferðamiðstöðina þar sem þau fóru að kyssast. „Við hreyfðum okkur aðeins. Við vorum bæði kynferðislega örvuð og kysstumst meira en ég sá að hún var þreytt svo ég hætti þessu,“ sagði hann fyrir dómi. Hann sagði að konan hafi leitað á hann kynferðislega allt kvöldið með kossum og öðrum atlotum og hann hafi talið að hana langaði til að stunda kynlíf. Hann sagði að þau hefðu ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að sæði úr honum hafi fundist á kjól hennar og að á upptökunni sjáist hann þurrka sér og kynfæri konunnar.

Hvað varðar hinn meinta þjófnað sagði maðurinn að konan hefði sjálf beðið hann um að taka peningana úr brjóstahaldara sínum sem greiðslu fyrir kókaínið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Í gær

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt