fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Fimleikastúlkur fá 50 milljarða í bætur vegna kynferðislegrar misnotkunar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 06:59

Larry Nassar. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær 260 stúlkur og konur sem læknirinn Larry Nassar braut gegn kynferðislega fá 380 milljónir dollara í bætur en það svarar til um 50 milljarða íslenskra króna. Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins og nýtti stöðu sína sem slíkur til að brjóta á stúlkunum og konunum.

Samið var um greiðslu bótanna í gær eftir fimm ára lögfræðilega togstreitu á milli brotaþolanna og bandaríska fimleikasambandsins, bandarísku ólympíunefndarinnar og tryggingafélaga samtakanna.

Wall Street Journal skýrir frá þessu. Segir blaðið að um eina hæstu bótagreiðslu sögunnar sé að ræða til þolenda kynferðisofbeldis.

Nassar var dæmdur í 60 ára fangelsi árið 2017 fyrir vörslu barnakláms. 2019 var hann dæmdur í annars vegar 125 ára fangelsi og hins vegar 175 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn mörg hundruð bandarískum fimleikastúlkum og konum.

Rúmlega 260 stúlkur og konur hafa sakað hann um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Hann braut á þeim undir því yfirskini að um læknisfræðilega meðferð væri að ræða.

Nassar játaði að hafa brotið kynferðislega gegn stúlkum og konum á meðan hann starfaði sem læknir hjá Michigan ríkisháskólanum og bandaríska fimleikasambandinu sem sér um þjálfun ólympíufara. Hann var læknir fimleikalandsliðsins á fjórum ólympíuleikum.

Simone Biles, margfaldur ólympíumeistari í fimleikum,  hefur verið í fararbroddi fyrir þolendur afbrota hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu