fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Heimsfaraldur í tvö ár og enn er þetta óleyst ráðgáta

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. desember 2021 07:02

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar 2020 bárust fyrstu frengir af nýjum og áður óþekktum lungnasjúkdómi í Kína. Þetta reyndist síðan vera ný kórónuveira sem breiddist út um heimsbyggðina sem hefur síðan glímt við þennan heimsfaraldur sem ekki sér fyrir endann á. Á þessum tveimur árum höfum við lært eitt og annað um veiruna en mörgum spurningum er enn ósvarað og hugsanlega verður sumum þeirra aldrei svarað.

Það var á nýársdag 2020 sem kínversk yfirvöld lokuðu fiskmarkaðinum Huanan í Wuhan vegna lungnasjúkdómsins. Nokkrir höfðu þá þegar áttað sig á því sem var að gerast og hvað gæti verið í uppsiglingu.

Fyrstu grunsemdirnar um nýja og smitandi lungnasjúkdóm vöknuðu eftir að 27 manns veiktust eftir að hafa verið á Huanan í desember 2019. Rannsóknir sýndu að hér var komin ný kórónuveira sem fékk nafnið SARS-CoV-2, betur þekkt sem COVID-19.

En lokun markaðarins reyndist tilgangslaus, þremur vikum síðar hafði veiran breiðst út til þriggja landa en í Evrópu hafði fólk ekki miklar áhyggjur af henni. En fjölmiðlar fóru að skýra frá þessum nýja sjúkdómi og þann 22. janúar 2020 var haldinn neyðarfundur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO þar sem rætt var hvort lýsa ætti yfir alþjóðlegu neyðarástandi. Tveimur dögum síðar greindust fyrstu tilfellin í Evrópu og nú tveimur árum síðar hefur veiran orðið á sjöttu milljón manna að bana um allan heim.

Líf margra jarðarbúa hefur gjörbreyst vegna faraldursins. Bóluefni, lyf, reynsla og sóttvarnaaðgerðir hafa dregið úr dánartíðninni en veiran stökkbreytir sér og glíman við hana er erfið, gott dæmi um það er Ómíkron sem nú herjar.

En stærstu spurningarnar eru: Hvernig varð veiran til? Hvernig getum við komið í veg fyrir að önnur og jafnvel hættulegri veira breiðist út eins og þessi?

Rannsóknarstofa eða leðurblaka?

Flestir vísindamenn hallast að því að veiran hafi átt uppruna sinn í leðurblökum og hafi borist úr þeim, annað hvort beint í fólk eða með viðkomu í einhverri annarri dýrategund sem síðan smitaði fólk.

Aðrir telja líklegt að hún hafi komið frá rannsóknarstofu í Wuhan og hafi annað hvort verið sleppt lausri vísvitandi eða hafi sloppið út fyrir slysni.

Í sumar var birt niðurstaða rannsóknarnefndar sem Joe Biden, Bandaríkjaforseti, setti á laggirnar til að rannsaka uppruna veirunnar. Í henni kom fram að ein bandarísk leyniþjónustustofnun, af fjórum, telur að veiran hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Wuhan fyrir slysni. Kínverjar hafi ekki haft í hyggju að sleppa henni lausri.

En þegar upp er staðið þá vitum við ekki hvernig veiran barst í fólk, hvort hún kom úr náttúrunni eða frá rannsóknarstofu í Wuhan. Eftir því sem lengri tími líður frá upphafi heimsfaraldursins verður ólíklegra að við komumst að hinu sanna. En vonandi getum við lært eitthvað af heimsfaraldrinum og þar með verið betur í stakk búinn til að takast á við næsta heimsfaraldur en sérfræðingar segja engan vafa á að annar heimsfaraldur muni skella á heimsbyggðinni í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“