fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Fékk 38 milljarða dollara við skilnaðinn – Útnefnd valdamesta kona heims

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. desember 2021 17:30

MacKenzie Scott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman var hún „aðeins“ eiginkona eins ríkasta manns heims. En það breyttist þegar hjónabandinu lauk. Hún fékk 38 milljarða dollara í sinn hlut og varð þar með ein ríkasta kona heims. Hún hefur ekki legið eins og dreki á gulli á auði sínum og hefur af miklu örlæti gefið háar fjárhæðir til góðgerðarmála.

Þetta er MacKenzie Scott sem var gift Jeff Bezos, stofnanda netverslunarinnar Amazon. Í þau 25 ár sem þau voru gift hélt hún sig að mestu til hliðar, skrifaði skáldsögur og lét lítið fyrir sér fara í Seattle þar sem þau bjuggu.

Þau stýrðu amazon.com saman úr bílskúrnum sínum. Hann sá um reksturinn en hún um bókhaldið. En eftir því sem netversluninni óx fiskur um hrygg var starfsfólk ráðið til starfa og hún lagði bókhaldsstörfin á hilluna.

Bezos var greinilega stoltur af eiginkonu sinni sem hann hrósaði oft opinberlega. „Mér finnst konan mín vera úrræðagóð, greind og falleg,“ sagði hann í samtali við Vogue 2013. En síðan hélt hann framhjá henni og hjónabandið hrundi til grunna.

Á meðan Bezos eyddi kröftum sínum í að komast að hver hefði birt myndir af honum og ástkonunni beindi MacKenzie sjónum sínum og kröftum annað og ákvað að snúa sér að góðgerðarmálum.

Hún fékk 38 milljarða dollara í sinn hlut við skilnaðinn og var auður hennar þá kominn í 59 milljarða dollara. Hún hefur verið iðin við að gefa af honum til góðgerðarmála. Nú hefur tímaritið Forbes útnefnt hana sem valdamestu konu heims.

Ástæðan er auðvitað gjafmildi hennar og mannúðarstörf en hún hefur skipað sér í hóp með Bill Gates og Warren Buffet undir formerkjum „Giving Pledge“ en samkvæmt því heita þátttakendur að gefa að minnsta kosti helming auðæfa sinna áður en þeir deyja.

Hún hefur ekki slegið slöku við því á síðasta ári gaf hún 5,8 milljarða dollara og það sem af er ári hefur hún gefið 2,74 milljarða. Engar kvaðir fylgja fjárframlögum frá henni, styrkþegarnir hafa algjört frelsi um ráðstöfun peninganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“