fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Neitað um legnám vegna kynhneigðar sinnar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. desember 2021 14:30

Rachel, t.h., og unnusta hennar. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rachel Champ er 27 ára samkynhneigð kona sem býr á Írlandi. Allt frá 10 ára aldri hefur hún glímt við mikla verki samhliða blæðingum og eru þessir verkir nú orðnir svo slæmir að þeir hafa mikil áhrif á daglegt líf hennar. Hún leitaði nýlega til læknis vegna þessa og hafði í huga að fara í legnám en svar læknisins var ekki eins og hún hafði vænst.

Samkvæmt frétt The Daily Star þá segir Champ að verkirnir geti verið svo slæmir að þeir hafi mikil áhrif á líf hennar og það séu stundir þar sem hún óski þess að vera ekki á lífi til að þurfa ekki að þola meiri verki. Buzzfeed hefur eftir henni að hún gráti mánaðarlega vegna verkjanna.

Hún fór því á sjúkrahús í Dublin og ræddi við starfsmann þar um hvaða möguleikar væru í stöðunni. Mjög áhrifamikil aðferð til að losna við verki af þessu tagi er að fjarlægja legið. En Champ var neitað um slíka aðgerð. Í samtali við The Times sagði hún að sér hafi brugðið mjög og ekki síst vegna skýringarinnar á neituninni: „Ég vil ekki að þú sjáir eftir þessu ef aðstæður þínar breytast, til dæmis ef kynhneigð þín breytist, þú slítur sambandinu við maka þinn, hittir annan og hann vill eignast börn.“

Kvensjúkdómalæknir skoðaði hana og staðfesti að hún væri með blöðrur á eggjastokkunum og að hún þjáist af endómetríósu. Læknirinn sagði henni að ekki væri nauðsynlegt að gera aðgerð á henni vegna þessa og neitaði sem sagt að samþykkja að hún færi í legnám.

Hún fór aftur á sjúkrahúsið og fékk þá að ræða við annan lækni. Hann samþykkti að hún fengi lyf sem gera hlé á blæðingunum. En þetta þurfi annar læknir að staðfesta og það var læknirinn sem hún hafði hitt áður.  Honum varð ekki haggað og því fékk hún ekki þessa lyfjagjöf.

Champ hefur nú sent kvörtun til heilbrigðisyfirvalda vegna læknisins og ákvarðana hans og íhugar að fara á einkasjúkrahús í Lundúnum til að komast í legnám.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn