Meðal þeirra sem hafa sótt þessar samkomur í Bohemian Grove eru fyrrum Bandaríkjaforsetar, frægir kaupsýslumenn, tónlistarmenn og olíubarónar. Ein regla er í gildi um dvölina en hún er að þátttakendur eiga að skilja viðskiptasamninga eftir heima og ekki ræða þá á meðan á dvölinni stendur. Undantekning var gerð á þessu 1942 þegar samkoman var notuð til að skipuleggja Manhattan verkefnið, sem snerist um smíði kjarnorkusprengjunnar. Washington Post skýrir frá þessu.
Fram kemur að talsmaður Bohemian Grove hafi sagt að þeir sem koma þangað geri það til að deila „ástríðu sinni fyrir útivist, tónlist og leikhúsi“.
Þetta er svo leynileg samkoma að lítið er hægt að segja með hana með vissu en það litla sem er í raun vitað byggist á upptökum sem Alex Jones, sem er aðallega þekktur fyrir ótrúlegar samsæriskenningar sína og stuðning sinn við Donald Trump, gerði árið 2000 þegar hann og kvikmyndatökumaður hans náðu að lauma sér inn á samkomuna og taka upp eina athöfn þar sem nefnist Cremation of the Care. Á meðan á henni stendur eru viðstaddir í búningum og brenna líkkistulíki sem nefnist „Care“ fyrir framan háa uglu.
Talsmaður Bohemian Grove segir að þessi athöfn sé „hefðbundið tónlistardrama þar sem náttúrunni og sumrinu sé fagnað“. Hann sagði jafnframt að frásögn Jones sé ekki rétt en upptökurnar séu raunverulegar. Hér fyrir ofan er hægt að sjá þessar upptökur.
Philip Weiss tókst að komast inn á samkomuna 1989 en þá var 33 ára bið eftir að fá aðgang. Hann skrifaði um upplifun sína fyrir Spy tímaritið og hét greinin „Inside Bohemian Grove“. Hann skrifaði meðal annars: „Þú veist að þú ert kominn til Bohemian Grove þegar þú gengur eftir stíg í skóginum og heyrir píanóleik berast frá tjöldum og handan við beygju sérðu mann með bjór í annarri höndinni . . . míga í runnana. Þetta er frægasta athöfn búðanna, frelsi valdamikilla manna til að míga hvar sem þeir vilja.“
Bill Clinton, fyrrum forseti, sagði eitt sinn: „The Bohemian club“ Sagðirðu Bohemian club? Er það þangað sem allir ríku Repúblikanarnir fara og standa naktir upp við furutré? Ég hef aldrei komið í Bohemian club en þú ættir að fara. Það væri gott fyrir þig. Þú myndir fá svolítið ferskt loft.“
Allt frá því á níunda áratugnum hefur Sonoma County Free Press birt greinar um samkomuna. Í þeim hefur komið fram að þar séu leikrit sett á svið og gamansýningar þar sem karlar leika konur. Einnig séu þar haldin svokölluð „Lakeside Talks“ en þar tala háttsettir embættismenn um málefni sem almenningur fær ekki að vita um.