fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þetta gerist í líkamanum ef þú ferð í 30 mínútna göngutúr daglega

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. desember 2021 14:00

Það er bara að drífa sig út í göngutúr, sama hvernig veðrið er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru auðvitað ekki óvænt tíðindi að það sé hollt að hreyfa sig en það þarf ekki endilega að skella sér í líkamsræktarstöð eða hlaupa marga kílómetra til að hafa jákvæð áhrif á heilsuna. Svo einföld athöfn sem 30 mínútna göngutúr getur nánast gert kraftaverk fyrir líkamann. Þetta sýna niðurstöður bandarískrar rannsóknar.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 30 mínútna göngutúr daglega getur komið í veg fyrir ótímabær elliglöp, bætir andlegt heilbrigði og dregur úr líkunum á að fá Alzheimerssjúkdóminn.

Eftir því sem Glaukoma Research Institute segir þá geta göngutúrar dregið úr þrýstingi á augun sem getur haldið aftur af gláku.

Daglegir göngutúrar geta á áhrifaríkan hátt komið í veg fyrir hjartavandamál og hjartaáföll. Þeir hafa einnig áhrif til lækkunar blóðþrýstings og auka blóðflæðið segja bandarísku hjartaverndarsamtökin.

Göngutúrar geta unnið gegn hjartavandamálum. Mynd: Getty.

Göngutúrar gera að verkum að súrefnismagn í blóðinu eykst og það er gott fyrir lungun. Djúpur og góður andardráttur getur einnig dregið úr ýmsum einkennum tengdum lungnasjúkdómum.

30 mínútna göngutúr daglega getur dregið úr líkunum á að fá ristilkrabbamein og hann eykur einnig brennslu líkamans og vinnur gegn hægðatregðu segir í umfjöllun Telegraph.

Göngutúr eykur fitubrennslu því stórir vöðvar virkjast í göngutúr og þannig eykst fitubrennslan. Göngutúr á meðalhraða getur svarað til þess að 300 hitaeiningum sé brennt á klukkustund. Ef þú gengur 10.000 skref daglega, eins og oft er mælt með, jafnast það á við eina æfingu í líkamsræktarstöð segir bandaríska lýðheilsustofnunin.

Þetta fólk hugsar greinilega um heilsuna.

Göngutúrar styrkja bein og liði og draga úr verkjum, stífleika og bólgum. Þeir koma einnig í veg fyrir beinþynningu og draga úr líkunum á beinbroti segir á vef Arthritis.

Göngutúrar geta einnig dregið úr bakverkjum og þeir sem finna fyrir slíkum verkjum ættu að skella sér í göngutúr. Þeir auka blóðflæðið um hryggjarsúluna og bæta hreyfanleika líkamans segir á vef Ny Teknik.

Göngutúrar eru einnig góðir fyrir heilann því þeir róa hann og hafa því mjög jákvæð áhrif á hann.

Þegar upp er staðið snýst þetta ekki um að maður hafi ekki tíma til að fara í 30 mínútna göngutúr, þetta snýst um að maður gefur sér ekki tíma til þess. Það er því ekkert annað að gera en taka sér þessar 30 mínútur daglega og fara í göngutúr. Líkaminn og heilinn njóta góðs af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“