fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Leigði gamla myllu og faldi leyndarmálið sitt þar – Kærastan komst að því eftir sex mánuði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. desember 2021 06:07

Bresk vindmylla. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um átta árum hófst Bretinn Simon George handa við eitt stærsta verkefni lífs síns. Hann leigði gamla myllu undir verkefnið sem tók hann átta ár að ljúka. Þegar hann eignaðist nýja kærustu leyndi hann þessu fyrir henni og sagði henni að hann hefði leigt mylluna til að geyma vín sem hann hefði keypt til að selja síðar með hagnaði. Eftir sex mánuði komst hún óvænt að leyndarmáli hans.

Verkefnið kostaði Simon 250.000 pund en það svarar til um 44 milljóna íslenskra króna. Hann fjármagnaði þetta með því að selja hlut sinn í viðburðafyrirtæki.

Verkefnið hófst fyrir um átta árum þegar Simon hófst handa við að byggja líkan af járnbrautarteinum og lestarstöð, Heaton Lodge Junction í Mirfield í West Yorkshire eins og þetta leit út 1983 þegar Simon var á barnsaldri. Teinarnir eru 2,5 km langir en líkan Simon er 61 metra langt.

Smá hluti af módelinu. Skjáskot/YouTube

„Þetta hófst allt með því að ég var vanur að eyða miklum tíma við Heaton Lodge, þegar ég var 12 ára, til að fylgjast með lestunum aka fram hjá. Ég átti góðar minninga rum þetta. Ég hafði ekki einu sinni áhuga á módellestum, þetta hefði alveg eins getað verið almenningsgarður eða verslun sem ég átti minningar um,“ sagði hann í samtali við Ladbible.

Hann sagði að módelið væri nákvæm eftirlíking að því svæði sem hann heimsótti svo oft á níunda áratugnum þegar fjöldi lesta ók þar um með kolafarma.

Það var algjör tilviljun að unnusta Simon komst að leyndarmáli hans. Hún fór í óvænta heimsókn í mylluna. Hún spurði hann hvar allt vínið væri og þá var hann kominn í þrot og varð að segja henni sannleikann. En það virðist ekki hafa hrætt hana að hann væri að sinna þessu áhugamáli sínu því þau eru trúlofuð í dag, tveimur árum síðar.

„Ég hitti Marie fyrir um tveimur árum og þegar við fórum að vera saman sagði ég henni að ég seldi vín. Það var meira sexí en að segja að ég væri að byggja módeljárnbrautarlest, það myndi venjulega hræða konur í burtu,“ sagði hann.

Til að geta gert svo nákvæmt módel af lestarteinunum sankaði Simon um 500 ljósmyndum frá 1983 að sér. Með þessu gat hann endurgert sérhvern runna og stein. Hann setti meira að segja sjálfan sig inn í módelið en það byggir hann á ljósmynd sem var tekin af honum sem barni þar sem hann hallar sér út yfir handriðið til að horfa á lestirnar.

Áhugasamir geta skoðað módelið fram til 21. desember en það er til sýnis í Wakefield‘s Market Hall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið