fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Íslamska ríkinu var kennt um – Nú er óvæntur sannleikurinn um höfuðpaurinn kominn í ljós

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. desember 2021 06:03

Captagontöflur sem Tyrkir lögðu hald á fyrr á árinu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að þessu hefur hald verið lagt á milljónir hættulegra taflna í Evrópu. Þær eru oft faldar í mjólkurfernum eða sápukössum eða í stórum sendingum af vínberjum, eplum og appelsínum. Á síðasta ári fann ítalska tollgæslan 84 milljónir taflna á hafnarsvæðinu í Salerno en þær höfðu verið faldar í stórum pappírsrúllum. Lögreglan var ekki í neinum vafa um hver stæði að baki smyglinu. „Við vitum að Íslamska ríkið fjármagnar hryðjuverkastarfsemi sína með smygli á fíkniefnum sem eru framleidd í Sýrlandi,“ sagði í fréttatilkynningu lögreglunnar. En hún hafði rangt fyrir sér, kolrangt.

Nú hefur rannsókn leitt í ljós að þrátt fyrir að Íslamska ríkið hafi margt á samviskunni þá á það ekki hlut að máli hvað varðar framleiðslu og dreifingu þessara fíkniefna.

Eftir því sem segir í umfjöllun New York Times þá eru höfuðpaurarnir í þessum nýjasta eiturlyfjahring heimsins ekki meðlimir Íslamska ríkisins heldur valdamiklir vinir og samstarfsmenn Bahsar al-Assad, Sýrlandsforseta. Þeir framleiða og selja captagon sem er amfetamíntegund. Nánast útilokað er að þetta fari fram án vitunar og samþykkis Assad og því má kannski segja hann vera höfuðpaurinn í þessu öllu.

Þetta gerir að verkum að ríki heims geta gleymt því að ætla að fá sýrlensk yfirvöld til samstarfs um að stöðva þessa framleiðslu og smygl á efnunum til annarra ríkja. „Hugmyndin um að snúa sér til sýrlensku ríkisstjórnarinnar og óska eftir samstarfi er bara fáránleg,“ sagði Joel Rayburn, sérstakur útsendari Bandaríkjastjórnar gagnvart Sýrlandi á valdatíma Donald Trump, í samtali við New York Times. „Það er bókstaflega talað sýrlenska ríkisstjórnin sem flytur þessi eiturlyf út. Það er ekki bara eins og hún horfi fram hjá þessu á meðan eiturlyfjahringir gera sitt. Hún er eiturlyfjahringurinn,“ sagði hann einnig.

Rannsókn New York Times leiddi í ljós að fjórða brynvarða deild sýrlenska hersins, sem er úrvalssveit undir stjórn Maher al-Assad, bróður forsetans, og eins valdamesta manns landsins, hefur yfirumsjón með framleiðslu efnanna og dreifingu þeirra. Einnig tengjast kaupsýslumenn, sem tengjast ríkisstjórninni, Hizbollah hryðjuverkasamtökin í Líbanon og fleiri meðlimir fjölskyldu forsetans þessari starfsemi. Eftirnöfn þeirra tryggja þeim vernd gegn afskiptum yfirvalda.

Margar af fíkniefnaverksmiðjunum eru í yfirgefnum einbýlishúsum og flugskýlum. Þrír staðir eru sagðir vera stærstu framleiðslustaðirnir: Svæði nærri Damaskus, höfuðborg Sýrlands, svæði sem Hizbollah ræður yfir nærri landamærum Líbanon, og svæði nærri hafnarborginni Latakia. Sýrlenskir hermenn vakta þessa staði sem oft eru merktir sem svæði hersins og að þangað megi óbreyttir borgarar ekki koma.

Þessi fíkniefnaframleiðsla hófst þegar efnahagur Sýrlands var orðinn rústir einar. Herforingar, Assad, háttsettir embættismenn og pólitíkusar og elíta landsins þurfti þá að finna leið til að verða sér úti um peninga og sneiða hjá efnahagslegum refsiaðgerðum umheimsins.

Fíkniefni er nú orðin stærsta útflutningsvara landsins. Á síðustu árum hafa yfirvöld víða um heim lagt halda á mörg hundruð milljónir amfetamíntaflna frá Sýrlandi. Megnið af þeim var sent frá Latakia sem er undir stjórn ríkisstjórnar Assad. Það sem af er ári hefur verið lagt hald á 250 milljónir taflna en það eru 18 sinnum fleiri töflur en fyrir fjórum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast