Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá grænlensku lögreglunni.
Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa verið valdur að dauða stúlkunnar. Hann neitaði að hafa gerst sekur um manndráp en viðurkenndi að hafa beitt hana ofbeldi sem leiddi til dauða hennar. Dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði átt að gera sér grein fyrir að miklar líkur væru á að stúlkan myndi látast í kjölfar árásar hans. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að það gerði málið enn alvarlegra að fórnarlambið var barn.
Tveir dómarar vildu dæma manninn til átta ára vistunar á réttargeðdeild en einn til sjö ára vistunar. Saksóknari hafði farið fram á 10 ára dóm. Hann íhugar nú hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar.