fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

LeBron James smitaður af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 04:11

LeBron James fyrir miðju. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

LeBron James, stjarna NBA-liðs Los Angeles Lakers, missir af fjölda leikja liðsins á næstunni því hann hefur greinst með kórónuveiruna. Engin sjúkdómseinkenni hafa gert vart við sig hjá honum.

Ætlunin var að hann myndi spila gegn Sacramento Kings í gær en var ekki valinn í liðið eftir að niðurstaða sýnatöku var jákvæð. Samkvæmt reglum NBA verða leikmenn, sem greinast með veiruna, að fara í 10 daga sóttkví hið minnsta. LeBron James mun þvi missa af nokkrum leikjum.

Hann er nú þegar búinn að missa af 11 af 22 leikjum Lakers vegna ökklameiðsla og magavandamála. Hann var í leikbanni í leik gegn New York Knick í síðustu viku eftir að hann hafði slegið Isaiah Stewart í andlitið í leik gegn Detroit og verið rekinn af velli fyrir vikið. Stewart fékk einnig leikbann. Þetta var aðeins í annað sinn á 19 ára löngum ferli sem LeBron James var rekinn af velli.

Um síðustu helgi var hann dæmdur til að greiða 15.000 dollara í sekt fyrir óviðeigandi hegðun í leik á móti Indiana Pacers en á sjónvarpsupptökum sést hann þykjast grípa um kynfæri sín eftir að hafa skorað þriggja stiga körfu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“