fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Var dæmdur til dauða fyrir hrottalegan glæp – Skýrði frá hryllilegu leyndarmáli rétt fyrir aftökuna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 06:05

David Neal Cox. Mynd:Mississippi Department of Corrections

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. maí 2010 kom David Neal Cox, frá Mississippi í Bandaríkjunum, að húsinu þar sem fyrrum eiginkona hans, Kim Kirk Cox, bjó með börnin sín. Hann hafði skammbyssu meðferðis. Aðeins nokkrum vikum áður hafði hann verið látinn laus úr fangelsi gegn greiðslu tryggingar. Hann hafði þá setið í fangelsi í níu mánuði eftir að Kim Kirk Cox hafði kært hann fyrir að hafa nauðgað barnungri dóttur hennar.

CNN segir að samkvæmt dómsskjölum hafi David kennt eiginkonu sinni um að hann hafi þurft að dvelja í fangelsi en þau skildu að borði og sæng 2009. Hann er sagður hafa lýst því yfir að hann myndi drepa hana þegar hann losnaði úr fangelsi.

Kim var þá flutt inn til systur sinnar með börnin sín. Það var þar sem David fann hana þennan örlagaríka maídag.

Hann skaut sér leið inn í húsið og beindi síðan byssunni að Kim. „Cox skaut Kim um klukkan 19 og lét henni blæða hægt og rólega til dauða yfir nóttina. Hún grátbað hann um hjálp hvað eftir annað,“ segir í dómsskjölunum.

En hann gerði meira viðbjóðslegt en þetta. Hann nauðgaði 12 ára dóttur Kim þrisvar sinnum þessa nótt fyrir framan Kim.

David var handtekinn skömmu eftir níðingsverkin og tveimur árum síðar var hann dæmdur til dauða.

Þeim dómi var fullnægt um miðjan nóvember á þessu ári. Hann var úrskurðaður látinn nokkrum mínútum eftir að blöndu þriggja efna var sprautað í vinstri handlegg hans.

„Ég vil gjarnan segja við börnin mín að ég elska þau mjög mikið og að einu sinni var ég góður maður og las eingöngu útgáfu King James af biblíunni,“ voru hans síðustu orð að sögn CNN.

Enn meiri hryllingur

En nú hefur verið skýrt frá því að á síðustu dögunum fyrir aftökuna hafi David játað annað afbrot sem var óupplýst fram að því.

Hann skýrði þá frá því að þremur árum áður en hann drap Kim hafi hann myrt mágkonu sína, Felicia Cox, en hún var gift bróður hans. Hún hvarf frá heimili sínu í Pontotoc County í Mississippi árið 2007 og sást aldrei aftur.

David var lengi vel grunaður um að hafa verið valdur að hvarfi hennar en engar beinar sannanir tengdu hann við málið og því var hann ekki kærður né handtekinn.

Lögmenn hans segja að nokkrum dögum áður en hann var tekinn af lífi hafi hann skýrt frá því að hann hafi myrt Felicia og hann sagði lögmönnunum hvar lík hennar væri að finna.

Leo Mask, lögreglustjóri í Pontotoc County, sagði í samtali við CNN að leit að líki Felicia hefjist fljótlega. „Vonandi finnum við lík hennar. Það myndi binda endi á málið fyrir alla sem því tengjast,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár