fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Hvarf fyrir 46 árum – Fannst á þriðjudaginn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 22:00

Kyle Clinkscales. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 27. janúar 1976 ók Kyle Clinkscales, 22 ára, heiman frá sér í LaGrange í Georgíu en för hans var heitið í háskóla í Alabama sem hann stundaði nám í. LaGrange er um 25 kílómetra frá ríkjamörkunum við Alabama. En Kyle skilaði sér aldrei á áfangastað og ekkert spurðist til hans þar til á þriðjudaginn, þá fannst hann.

James Woodruff, lögreglustjóri í Troup County í Georgíu, sagði á fréttamannafundi í gær að bíll Kyle og það sem talið er að séu líkamsleifar hans hafi fundist á þriðjudaginn í vatni við County Road 83, rúmlega kílómetra frá County Road 388. Það var vegfarandi sem tilkynnti um bílinn í vatninu.

Þegar lögreglan kom á vettvang var stóð bíllinn að hluta upp úr vatninu og sást frá veginum.

Bíll Kyle hífður upp úr vatninu. Mynd:Lögreglan

CNN segir að Sid Lockhart, lögreglustjóri í Chambers County, hafi sagt að bíllinn hafi fundist um 5 kílómetrum frá þeirri leið sem hefði undir eðlilegum kringumstæðum verið eðlileg akstursleið Kyle til skólans. Hann sagðist ekki vita hvort leitað hafi verið á þessu svæði á sínum tíma þegar leitað var að Kyle.

Þegar bíllinn hafði verið hífður upp úr vatninu kom í ljós að þetta var hvítur Pinto með skráningarnúmerum frá Troup County og reyndist þetta vera bíll Kyle. Þak bílsins var gjörónýtt vegna ryðs. Í bílnum fundust bein, sem talið er að séu mannabein, og veski með skilríkjum Kyle og greiðslukortum.

Móðir Kyle lést fyrr á árinu en hún hafði allan tímann lifað í von um að hann sneri heim á lífi. Faðir hans lést 2007. Kyle var einkabarn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans