The Times segir að nú sé búið að ná vélinni af hafsbotni og hún sé nú í flotastöð bandamanna Breta.
Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að Rússar hafi lengi fylgst vel með flotadeildinni sem vélinni tilheyrir. „Auðvitað fylgjast Rússar vel með, ég reikna ekki með öðru. Það er það sem við gerum með þeirra skip,“ sagði hann í samtali við Sky News.
Skömmu eftir að vélin hrapaði sagði Simon Doran, hjá bandaríska sjóhernum, að NATO myndi finna vélina og ná henni áður en öðrum tækist það. Breskir fjölmiðlar segja að samt sem áður hafi það komið breska hernum „ánægjulega á óvart“ hversu hratt það gekk að finna vélina og ná henni upp.
Rússar hafa lengi sýnt flotadeildinni, sem flugvélin tilheyrir, áhuga en í henni er meðal annars nýtt flugmóðurskip, HMS Queen Elizabeth. Rúmlega 30 sinnum hafa rússneskar orrustuþotur flogið hratt og lágt yfir skipið að sögn UK defence Journal.