fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Grunaður um að hafa myrt fjölskyldu sína vegna falsaðs bólusetningarvottorðs

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 12:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur maður er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og tvö börn á laugardaginn. Ástæðan er talin vera falsað bólusetningarvottorð.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að lík hjónanna, sem voru fertug, og barna þeirra, 10 og 4 ára, hafi fundist á heimili þeirra í Koenig Wusterhausen, sem er nærri Berlín, á sunnudaginn. Skotsár voru á líkunum.

Lögreglunni barst tilkynning um að líflaust fólk væri í húsinu. Í kveðjubréfi, sem lögreglan fann, skrifaði maðurinn að hann hefði falsað bólusetningarvottorð fyrir eiginkonu sína og að vinnuveitandi hennar hefði komist að því.

Hjónin voru hrædd um að verða handtekin vegna þessa og að þau myndu missa forræðið yfir börnum sínum sagði Gernot Bantleton, saksóknari, í samtali við dpa fréttastofuna.

Lögreglan telur að maðurinn hafi myrt eiginkonu sína og börn og síðan tekið eigið líf.

Skammbyssa fannst í húsinu en ekki er vitað hvort það er byssan sem var notuð.

Þýsk stjórnvöld hafa hert sóttvarnaaðgerðir að undanförnu en fjórða bylgja heimsfaraldursins herjar nú á landið. Í síðustu viku var ákveðið að meina óbólusettu fólki um aðgang að flestum verslunum en það má fara í matvöruverslanir, apótek og aðrar verslanir sem selja nauðsynjavörur. Ný ríkisstjórn hefur í hyggju að gera bólusetningu gegn kórónuveirunni að skyldu frá og með febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn