Að auki særðust fjórir í skothríðinni, þeirra á meðal tíu ára stúlka. Skotmaðurinn var handtekinn en hann er 45 ára Moskvubúi. Hann mun sæta geðrannsókn að sögn borgarstjórans.
Skotárásin átti sér stað við opinbera skrifstofu en maðurinn neitaði að setja upp andlitsgrímu en hann var ítrekað beðinn um að gera það. Að lokum dró hann upp byssu og hóf skothríð.
Þetta er ekki fyrsta ofbeldisverkið í Rússlandi vegna deilna eða ósættis við sóttvarnaaðgerðir. Til dæmis var farþegi í strætisvagni stunginn þegar hann bað annan farþega um setja upp andlitsgrímu.